Tæplega tíu þúsund færri en reiknað var með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. nóvember 2022 10:20 Mannfjöldinn á Íslandi var 359.122 þann 1. janúar 2021, samkvæmt manntali. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega tíu þúsund fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá en teljast til mannfjölda hér á landi, miðað við manntal ársins í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar þar sem fjallað er um niðurstöður manntalsins 2021, sem tekið er á tíu ára fresti. Þar kemur fram að mannfjöldi á Íslandi var 359.122 á manntalsdegi, þann 1. janúar 2021. Íbúum fjölgaði um 13,8 prósent frá því að manntal var tekið síðast árið 2011. Það vekur athygli að mannfjöldi í manntalinu 2021 er lægri en mannfjöldinn samkvæmt Þjóðskrá og munar þar um tæplega tíu þúsund manns. „Fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá (368.791) en teljast til mannfjölda samkvæmt manntalinu 2021 (359.112). Alls töldust 11.343 ekki til mannfjölda í manntali og 1.674 var bætt við. Mestu munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga,“ segir á vef Hagstofunnar. Er þar vísað í að til að meta þetta misræmi hafi verið stuðst við svokallaða lífsmerkjarannsókn Hagstofunnar. Um er að ræða líkan sem nýtir margvíslegar upplýsingar úr úrtaksrannsóknum Hagstofunnar og opinberum skrám til þess að spá fyrir um þann fjölda sem býr erlendis þrátt fyrir að vera með skráð lögheimili á Íslandi. „Niðurstaðan var sú að 7.701 einstaklingur búi erlendis þrátt fyrir að vera með íslenskt lögheimili í þjóðskrá,“ segir á vef Hagstofunnar en sjá má sundurliðun á útreikningum Hagstofunnar hér að neðan. Í manntalinu koma einnig fram ýmsar aðrar upplýsingar, svo sem að fjölgun var í öllum landshlutum frá 2011 til 2021, mest á Suðurnesjum, 28,2 prósent, og minnst á Norðurlandi vestra, 0,6 prósent. Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar þar sem fjallað er um niðurstöður manntalsins 2021, sem tekið er á tíu ára fresti. Þar kemur fram að mannfjöldi á Íslandi var 359.122 á manntalsdegi, þann 1. janúar 2021. Íbúum fjölgaði um 13,8 prósent frá því að manntal var tekið síðast árið 2011. Það vekur athygli að mannfjöldi í manntalinu 2021 er lægri en mannfjöldinn samkvæmt Þjóðskrá og munar þar um tæplega tíu þúsund manns. „Fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá (368.791) en teljast til mannfjölda samkvæmt manntalinu 2021 (359.112). Alls töldust 11.343 ekki til mannfjölda í manntali og 1.674 var bætt við. Mestu munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga,“ segir á vef Hagstofunnar. Er þar vísað í að til að meta þetta misræmi hafi verið stuðst við svokallaða lífsmerkjarannsókn Hagstofunnar. Um er að ræða líkan sem nýtir margvíslegar upplýsingar úr úrtaksrannsóknum Hagstofunnar og opinberum skrám til þess að spá fyrir um þann fjölda sem býr erlendis þrátt fyrir að vera með skráð lögheimili á Íslandi. „Niðurstaðan var sú að 7.701 einstaklingur búi erlendis þrátt fyrir að vera með íslenskt lögheimili í þjóðskrá,“ segir á vef Hagstofunnar en sjá má sundurliðun á útreikningum Hagstofunnar hér að neðan. Í manntalinu koma einnig fram ýmsar aðrar upplýsingar, svo sem að fjölgun var í öllum landshlutum frá 2011 til 2021, mest á Suðurnesjum, 28,2 prósent, og minnst á Norðurlandi vestra, 0,6 prósent.
Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira