Málið undirstriki að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2022 20:31 Runólfur Þórhallsson er aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Stöð 2/Arnar Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“ Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“
Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira