Málið undirstriki að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. nóvember 2022 20:31 Runólfur Þórhallsson er aðstoðardeildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Stöð 2/Arnar Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“ Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Tuttugu og tveimur meðlimum samtakanna var vísað frá landi í morgun eftir mikinn viðbúnað á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem lögregla taldi þá ógn við þjóðaröryggi. Allir komu þeir til landsins með flugi frá Þýskalandi og Svíþjóð til þess að vera viðstaddir gleðskap með klúbbi samtakanna sem starfræktur er hér á landi. Lögregla var með fimm til viðbótar til skoðunar í dag. Þeir flugu hingað til lands í gegnum Kaupmannahöfn seint í gær en fjórir þeirra tilheyra samtökunum sem starfrækt eru í Þýskalandi. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki þeirra en sá fimmti sem var með þeim í för mun yfirgefa landið sjálfviljugur. Allir fara þeir af landinu á morgun. Starfsemin orðin alþjóðlegri Yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir komu meðlimanna til landsins undirstrika að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Margir brotahópar séu starfandi hér á landi. „Þetta er orðið miklu alþjóðlegri starfsemi sem virðir engin landamæri þannig að þörfin fyrir samvinnu og upplýsingaskipti á milli löggæslustofnanna í Evrópu og á Norðurlöndunum er stór þáttur í þessu. Við sjáum að Norðurlöndin eru að berjast við skipulagða brotastarfsemi og þessa vélhjólaklúbba.“ Lögreglan glími við manneklu Fyrir ári síðan greindum við frá því að vélhjólasamtökin Bandidos, sem skilgreind eru sem glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum, væru að sækja í sig veðrið hér á landi. Runólfur segir að lögreglan gæti gert betur varðandi frumkvæðisrannsóknir þegar kemur að málaflokknum en embættin glími við manneklu. „Það þarf að forgangsraða verkefnum en við sjáum það núna á undanförnum mánuðum að það hafa verið í fjölmiðlum mjög stór mál sem tengjast þessum málaflokki þannig að ég tel að miðað við efni og aðstæður þá sé lögreglan að gera sitt allra besta í þessum málaflokki.“
Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira