Hundruð bíða eftir áritun David Walliams í Smáralind Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 13:47 David Walliams er í verslun Pennans Eymundssonar í Smáralind að árita bækur. Vísir/Lilja Nokkur hundruð manna bíða nú í röð í Smáralind eftir því að fá áritun frá leikaranum, grínistanum og höfundinum David Walliams. Markaðsstjóri Smáralindar segir þetta vera lengstu röðina síðan H&M opnaði í verslunarmiðstöðinni. Walliams er í Smáralind á vegum Pennans Eymundssonar. Hann mætti þangað klukkan eitt í dag og verður til klukkan hálf þrjú. Þar áritar hann bækur sínar fyrir gesti og gangandi. Samkvæmt fólki á staðnum var fólk sem mætti klukkan tólf í röðina að fá áritun stuttu fyrir klukkan tvö. Því er ljóst að ekki allir í röðinni munu ná að hitta hann. Áhugi fólks er gríðarlega mikill en nokkur hundruð manna bíða nú í röð fyrir utan verslunina til að fá áritunina. Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindarinnar, segir að þrátt fyrir að fólkið í röðinni sé mjög spennt sé almenn ró yfir öllum. Klippa: Gífurleg biðröð í Smáralind eftir áritun frá David Walliams „Það virðist vera mikill spenningur og hér er mikið af fólki með börnin sín. Allir eru rólegir í röðinni. Sumir eru með bækur að heiman sem þeir ætla að láta að árita,“ segir Sandra. Það er langt síðan svo löng röð myndaðist í verslunarmiðstöðinni. Að sögn Söndru var það líklega þegar verslun H&M var opnuð þar árið 2017. Fyrir það var það síðan þegar verslun Lindex var opnuð árið 2011. Enginn troðningur hefur myndast ólíkt því þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier heimsóttu Smáralind í janúar árið 2014. Þá myndaðist mikill troðningur og einhver börn slösuðust. Það endaði með því að það þurfti að fylgja stjörnunum út um starfsmannaútgang. Kópavogur Íslandsvinir Smáralind Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Walliams er í Smáralind á vegum Pennans Eymundssonar. Hann mætti þangað klukkan eitt í dag og verður til klukkan hálf þrjú. Þar áritar hann bækur sínar fyrir gesti og gangandi. Samkvæmt fólki á staðnum var fólk sem mætti klukkan tólf í röðina að fá áritun stuttu fyrir klukkan tvö. Því er ljóst að ekki allir í röðinni munu ná að hitta hann. Áhugi fólks er gríðarlega mikill en nokkur hundruð manna bíða nú í röð fyrir utan verslunina til að fá áritunina. Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindarinnar, segir að þrátt fyrir að fólkið í röðinni sé mjög spennt sé almenn ró yfir öllum. Klippa: Gífurleg biðröð í Smáralind eftir áritun frá David Walliams „Það virðist vera mikill spenningur og hér er mikið af fólki með börnin sín. Allir eru rólegir í röðinni. Sumir eru með bækur að heiman sem þeir ætla að láta að árita,“ segir Sandra. Það er langt síðan svo löng röð myndaðist í verslunarmiðstöðinni. Að sögn Söndru var það líklega þegar verslun H&M var opnuð þar árið 2017. Fyrir það var það síðan þegar verslun Lindex var opnuð árið 2011. Enginn troðningur hefur myndast ólíkt því þegar Vine-stjörnurnar Jerome Jarre og Nash Grier heimsóttu Smáralind í janúar árið 2014. Þá myndaðist mikill troðningur og einhver börn slösuðust. Það endaði með því að það þurfti að fylgja stjörnunum út um starfsmannaútgang.
Kópavogur Íslandsvinir Smáralind Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira