„Hún er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2022 07:00 Isabella Ósk í grænni treyju Breiðabliks en hún spilar nú í grænni treyju Njarðvíkur. Vísir/Diego „Við getum ekkert dæmt, hún er búin að vera rúmlega viku hjá liðinu. Hún á eftir að venjast liðinu og liðið á eftir að venjast henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds um Isabellu Ósk Sigurðardóttur í leik Njarðvíkur og Grindavíkur í síðustu umferð Subway deild kvenna. Isabella Ósk kom öllum á óvart þegar hún samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur á dögunum. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar í Subway deild kvenna það sem af er leiktíð og höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en liðið marði Grindavík. Það var annar leikur Isabellu og sérfræðingar Körfuboltakvölds kvenna voru ekki alveg sammála að það væri rétt að gefa henni byrjunarliðssæti eftir að hafa varla æft með liðinu. „Rúnar Ingi [Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] þarf að breyta um leikstíl ef hann ætlar að vera með þessa tvo leikmenn og það á eftir að taka tíma ef það á að virka. Hún [Isabella Ósk] er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin, mjög ólík sjálfri sér en við hverju býstu? Hún er bara nýkomin. Hefur verið í Breiðablik allt sitt líf og er þar búin að vera drottningin, kemur svo í þetta lið sem er Íslandsmeistarar með þrjár. Sérstaklega Raquel [De Lima Viegas Laneiro] og [Aliyah A'taeya] Collier,“ sagði Ólöf Helga einnig. Pálína Gunnlaugsdóttir spurði svo Ólöfu Helgu og Hörð Unnsteinsson, þáttastjórnanda, út í þá staðreynd að Isabella Ósk væri búin að vera viku í Njarðvík og þegar búin að hirða byrjunarliðssæti af leikmanni sem var hluti af Íslandsmeistaraliði á síðustu leiktíð. „Ég skil að það þurfi að spila Isabellu Ósk í gang og koma henni inn í leikinn en það er alveg hægt að gera það sem sjötti maður. Mér finnst það of mikill kostnaður,“ sagði Pálína. „Þetta getur haft áhrif á liðið fyrir. Svo hugsaði ég líka, fleiri lið voru að bjóða í hana en Njarðvík. Þetta er eins og Kani, ef þú færð þér nýjan Kana þá kemur hann alltaf beint inn í byrjunarliðið,“ bætti Ólöf Helga við. Allt innslagið úr síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds kvenna má sjá hér að neðan en þar eru einnig klippur úr naumum sigri Njarðvíkur á Grindavík í síðustu leik. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Isabellu Ósk og Njarðvík Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Isabella Ósk kom öllum á óvart þegar hún samdi við Íslandsmeistara Njarðvíkur á dögunum. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar í Subway deild kvenna það sem af er leiktíð og höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en liðið marði Grindavík. Það var annar leikur Isabellu og sérfræðingar Körfuboltakvölds kvenna voru ekki alveg sammála að það væri rétt að gefa henni byrjunarliðssæti eftir að hafa varla æft með liðinu. „Rúnar Ingi [Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur] þarf að breyta um leikstíl ef hann ætlar að vera með þessa tvo leikmenn og það á eftir að taka tíma ef það á að virka. Hún [Isabella Ósk] er ekki komin inn í þetta ennþá og er heillum horfin, mjög ólík sjálfri sér en við hverju býstu? Hún er bara nýkomin. Hefur verið í Breiðablik allt sitt líf og er þar búin að vera drottningin, kemur svo í þetta lið sem er Íslandsmeistarar með þrjár. Sérstaklega Raquel [De Lima Viegas Laneiro] og [Aliyah A'taeya] Collier,“ sagði Ólöf Helga einnig. Pálína Gunnlaugsdóttir spurði svo Ólöfu Helgu og Hörð Unnsteinsson, þáttastjórnanda, út í þá staðreynd að Isabella Ósk væri búin að vera viku í Njarðvík og þegar búin að hirða byrjunarliðssæti af leikmanni sem var hluti af Íslandsmeistaraliði á síðustu leiktíð. „Ég skil að það þurfi að spila Isabellu Ósk í gang og koma henni inn í leikinn en það er alveg hægt að gera það sem sjötti maður. Mér finnst það of mikill kostnaður,“ sagði Pálína. „Þetta getur haft áhrif á liðið fyrir. Svo hugsaði ég líka, fleiri lið voru að bjóða í hana en Njarðvík. Þetta er eins og Kani, ef þú færð þér nýjan Kana þá kemur hann alltaf beint inn í byrjunarliðið,“ bætti Ólöf Helga við. Allt innslagið úr síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds kvenna má sjá hér að neðan en þar eru einnig klippur úr naumum sigri Njarðvíkur á Grindavík í síðustu leik. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Isabellu Ósk og Njarðvík
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn