Sautján ára nýliði fer með Þjóðverjum á HM og Götze snýr aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2022 11:33 Youssoufa Moukoko verður átján ára þremur dögum áður en Þýskaland leikur sinn fyrsta leik á HM í Katar. getty/Boris Streubel Youssoufa Moukoko, sautján ára framherji Borussia Dortmund, í HM-hópi Þýskalands þrátt fyrir að hafa aldrei spilað landsleik. Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland. Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur. Mario Götze is heading to the World Cup He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022 Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum. Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022 Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland. Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur. Mario Götze is heading to the World Cup He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022 Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum. Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022 Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira