Falin skólagjöld Háskóla Íslands Rebekka Karlsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 09:00 Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lengi efast um réttmæti skrásetningargjaldsins og hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema nú úrskurðað í máli sem rennir stoðum undir þær efasemdir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að háskólaráð Háskóla Íslands hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við útreikninga á gjaldinu með því að notast við tölur frá 2015 og uppreikna þær til ársins 2021. Stúdentaráð sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem vakin er athygli á þessu lögbroti Háskóla Íslands við útreikninga á skrásetningargjaldinu. Af hverju skipta þessir útreikningar máli? Þegar opinberar stofnanir eins og Háskóli Íslands, rukka þjónustugjöld eins og skrásetningargjöldin, er grundvallaratriði að þau fari aðeins í þá þjónustu sem greiðandi er í raun að fá. Önnur gjöld sem hið opinbera innheimtir eru skattar, en skrásetningargjaldið er að sjálfsögðu ekki skattur. Af þessu leiðir að Háskóla Íslands ber annars vegar að afmarka þá kostnaðarliði sem felldir verða undir skrásetningargjaldið og hins vegar að tryggja að fjárhæð gjaldsins sé byggð á traustum útreikningi á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þessa þjónustu með skrásetningu nemandans. Það liggur í augum uppi að HÍ getur ekki tryggt það að gjaldið standi í raun undir þeirri þjónustu sem nemandinn nýtir sér með því að nota sex ára gamla útreikninga. Nú hefur háskólaráð tekið málið aftur fyrir og teflir fram nýjum útreikningum á skrásetningargjaldi undanfarinna ára til og með 2021. Sé staðreyndin sú að þessir nýju útreikningar hafi verið til allan tímann við meðferð málsins hjá háskólaráði í aðdraganda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, er ljóst að háskólaráð starfaði ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og rannsóknarreglu. Þessir ‘eftir-á’ útreikningar sem háskólaráð býður nú upp á breyta ekki þeirri staðreynd að háskólinn braut lög við það að notast við tölur frá 2015 í fyrri afgreiðslu sinni á málinu og hefur nú þegar innheimt skrásetningargjaldið samkvæmt þeim útreikningum. Falin skólagjöld? Þjónustugjöld má aðeins innheimta samkvæmt sérstakri lagaheimild og slíka heimild fyrir innheimtu skrásetningargjaldsins er að finna í lögum um opinbera háskóla. Lögin setja tvö skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins: Annars vegar að gjöldin skuli ekki skila háskóla hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og ákveðinnar þjónustu. Hins vegar að þjónustan sem rukkað er fyrir megi ekki teljast til kostnaðar við kennslu og rannsóknarstarfsemi. Meðal þess sem háskólinn telur upp sem kostnaðarliði að baki gjaldinu er kostnaður vegna skipulags kennslu og prófa, rekstur kennslusviðs, bókasafns og tölvuvers og fleira. Stúdentaráð telur þessa kostnaðarliði falla undir kostnað við kennslu sem lög kveða sérstaklega á um að megi ekki rukka fyrir með skrásetningargjaldinu. Námsmat með prófahaldi, skipulag kennslu og rekstur kennslusviðs eru allt órjúfanlegir þættir kennslu. Þá verður rekstur á tölvum og prenturum seint talin starfsemi sem fellur undir skrásetningu stúdenta við skólann. Sé vafi um hvað teljist til kennslu, verður að taka tillit til þess að þegar meta á hvort opinber gjöld sem eru íþyngjandi fyrir þá sem þau greiða, standist lög, á að túlka vafa greiðandanum í hag. Þrátt fyrir að áfrýjunarnefndin taki ekki afstöðu til þess hvort þessir kostnaðarliðir standist skilyrði laganna, felur úrskurðurinn engu að síður í sér að nefndin telur háskólaráð ekki hafa metið með fullnægjandi hætti hvaða forsendur búa að baki skrásetningargjaldinu og taldi þar með að háskólaráð gæti ekki tekið afstöðu til kröfu nemandans um endurgreiðslu. Úrskurðurinn staðfestir þannig þann grun Stúdentaráðs að gjaldið sé ekki eingöngu skrásetningargjald í fyllstu merkingu orðsins heldur sé það betur skilgreint sem skólagjöld sem fari ekki eingöngu í þá þjónustu sem nemandinn er rukkaður fyrir - og fyrir slíkum gjöldum hefur háskólinn ekki heimild til að innheimta. Stjórnvöld eiga að fjármagna opinbera háskólamenntun Úrskurðurinn opnar á stærra samtal um fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar og samkeppnishæfni íslenska háskólastigsins í samanburði við Norðurlöndin. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Skrásetningargjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi. Skrásetningargjaldið takmarkar þannig aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Stjórnvöld verða að standa við gefin loforð um stórsókn í menntun og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til háskólastigsins til að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar háskólamenntunar. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lengi efast um réttmæti skrásetningargjaldsins og hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema nú úrskurðað í máli sem rennir stoðum undir þær efasemdir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að háskólaráð Háskóla Íslands hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við útreikninga á gjaldinu með því að notast við tölur frá 2015 og uppreikna þær til ársins 2021. Stúdentaráð sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem vakin er athygli á þessu lögbroti Háskóla Íslands við útreikninga á skrásetningargjaldinu. Af hverju skipta þessir útreikningar máli? Þegar opinberar stofnanir eins og Háskóli Íslands, rukka þjónustugjöld eins og skrásetningargjöldin, er grundvallaratriði að þau fari aðeins í þá þjónustu sem greiðandi er í raun að fá. Önnur gjöld sem hið opinbera innheimtir eru skattar, en skrásetningargjaldið er að sjálfsögðu ekki skattur. Af þessu leiðir að Háskóla Íslands ber annars vegar að afmarka þá kostnaðarliði sem felldir verða undir skrásetningargjaldið og hins vegar að tryggja að fjárhæð gjaldsins sé byggð á traustum útreikningi á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þessa þjónustu með skrásetningu nemandans. Það liggur í augum uppi að HÍ getur ekki tryggt það að gjaldið standi í raun undir þeirri þjónustu sem nemandinn nýtir sér með því að nota sex ára gamla útreikninga. Nú hefur háskólaráð tekið málið aftur fyrir og teflir fram nýjum útreikningum á skrásetningargjaldi undanfarinna ára til og með 2021. Sé staðreyndin sú að þessir nýju útreikningar hafi verið til allan tímann við meðferð málsins hjá háskólaráði í aðdraganda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, er ljóst að háskólaráð starfaði ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og rannsóknarreglu. Þessir ‘eftir-á’ útreikningar sem háskólaráð býður nú upp á breyta ekki þeirri staðreynd að háskólinn braut lög við það að notast við tölur frá 2015 í fyrri afgreiðslu sinni á málinu og hefur nú þegar innheimt skrásetningargjaldið samkvæmt þeim útreikningum. Falin skólagjöld? Þjónustugjöld má aðeins innheimta samkvæmt sérstakri lagaheimild og slíka heimild fyrir innheimtu skrásetningargjaldsins er að finna í lögum um opinbera háskóla. Lögin setja tvö skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins: Annars vegar að gjöldin skuli ekki skila háskóla hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og ákveðinnar þjónustu. Hins vegar að þjónustan sem rukkað er fyrir megi ekki teljast til kostnaðar við kennslu og rannsóknarstarfsemi. Meðal þess sem háskólinn telur upp sem kostnaðarliði að baki gjaldinu er kostnaður vegna skipulags kennslu og prófa, rekstur kennslusviðs, bókasafns og tölvuvers og fleira. Stúdentaráð telur þessa kostnaðarliði falla undir kostnað við kennslu sem lög kveða sérstaklega á um að megi ekki rukka fyrir með skrásetningargjaldinu. Námsmat með prófahaldi, skipulag kennslu og rekstur kennslusviðs eru allt órjúfanlegir þættir kennslu. Þá verður rekstur á tölvum og prenturum seint talin starfsemi sem fellur undir skrásetningu stúdenta við skólann. Sé vafi um hvað teljist til kennslu, verður að taka tillit til þess að þegar meta á hvort opinber gjöld sem eru íþyngjandi fyrir þá sem þau greiða, standist lög, á að túlka vafa greiðandanum í hag. Þrátt fyrir að áfrýjunarnefndin taki ekki afstöðu til þess hvort þessir kostnaðarliðir standist skilyrði laganna, felur úrskurðurinn engu að síður í sér að nefndin telur háskólaráð ekki hafa metið með fullnægjandi hætti hvaða forsendur búa að baki skrásetningargjaldinu og taldi þar með að háskólaráð gæti ekki tekið afstöðu til kröfu nemandans um endurgreiðslu. Úrskurðurinn staðfestir þannig þann grun Stúdentaráðs að gjaldið sé ekki eingöngu skrásetningargjald í fyllstu merkingu orðsins heldur sé það betur skilgreint sem skólagjöld sem fari ekki eingöngu í þá þjónustu sem nemandinn er rukkaður fyrir - og fyrir slíkum gjöldum hefur háskólinn ekki heimild til að innheimta. Stjórnvöld eiga að fjármagna opinbera háskólamenntun Úrskurðurinn opnar á stærra samtal um fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar og samkeppnishæfni íslenska háskólastigsins í samanburði við Norðurlöndin. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Skrásetningargjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi. Skrásetningargjaldið takmarkar þannig aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Stjórnvöld verða að standa við gefin loforð um stórsókn í menntun og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til háskólastigsins til að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar háskólamenntunar. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun