Fetterman lagði Oz Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 06:45 CNN og Fox eru meðal þeirra miðla sem hafa lýst Fetterman sigurvegara í Pennsylvaníu. AP/The Philadelphia Inquirer/Tom Gralish CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. Úrslit eru enn óljós í sjö af þeim ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildarinnar í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni. Þá var einnig kosið um ríkisstjóra og dómara. Nokkuð bar til tíðinda í nótt en enn sem komið er hefur árangur Demókrata, sem áttu undir högg að sækja, komið nokkuð á óvart. Eygja þeir raunhæfan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, á meðan Repúblikanar þykja líklegri til að ná fulltrúadeildinni á sitt vald. Demókratar hafa bætt við sig einu sæti í öldungadeildinni þegar úrslit eru óráðin um sjö sæti og hafa tryggt sér 47 sæti gegn 46 sætum Repúblikana. Í fulltrúadeildinni, þar sem sætin eru 435, hafa Repúblikanar tryggt sér 192 sæti gegn 167 sætum Demókrata. Repúblikaninn Ron DeSantis var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída en hann er sagður íhuga forsetaframboð árið 2024 og virðist eini maðurinn sem á raunverulegan möguleika á því að sigra Donald Trump, ef síðarnefndi stendur við stórkarlalegar yfirlýsingar og býður sig fram á ný. Þá urðu nokkur söguleg úrslit í nótt, þar sem Maura Healey, sem vann sigur í Massachusetts, verður fyrsti lesbíski ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, einn margra fjölmiðlafulltrúa Trumps í Hvíta húsinu, verður fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra Arkansas og þá verður Demókratinn Wes Moore fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri Maryland. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Úrslit eru enn óljós í sjö af þeim ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildarinnar í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni. Þá var einnig kosið um ríkisstjóra og dómara. Nokkuð bar til tíðinda í nótt en enn sem komið er hefur árangur Demókrata, sem áttu undir högg að sækja, komið nokkuð á óvart. Eygja þeir raunhæfan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, á meðan Repúblikanar þykja líklegri til að ná fulltrúadeildinni á sitt vald. Demókratar hafa bætt við sig einu sæti í öldungadeildinni þegar úrslit eru óráðin um sjö sæti og hafa tryggt sér 47 sæti gegn 46 sætum Repúblikana. Í fulltrúadeildinni, þar sem sætin eru 435, hafa Repúblikanar tryggt sér 192 sæti gegn 167 sætum Demókrata. Repúblikaninn Ron DeSantis var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída en hann er sagður íhuga forsetaframboð árið 2024 og virðist eini maðurinn sem á raunverulegan möguleika á því að sigra Donald Trump, ef síðarnefndi stendur við stórkarlalegar yfirlýsingar og býður sig fram á ný. Þá urðu nokkur söguleg úrslit í nótt, þar sem Maura Healey, sem vann sigur í Massachusetts, verður fyrsti lesbíski ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, einn margra fjölmiðlafulltrúa Trumps í Hvíta húsinu, verður fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra Arkansas og þá verður Demókratinn Wes Moore fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri Maryland.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira