Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 13:31 Hjónin Rósa Sigrún og Páll Ásgeir opna saman sýninguna Rörsýn. Ingibjörg Jónsdóttir. Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman. Innblásturinn fyrir sýningunni er með sanni óhefðbundinn og áhugaverður en Rósa Sigrún dvaldi sjö vikur í Oqaatsut, rétt norðan við Ilulissat á vesturströnd Grænlands í svartasta skammdeginu á síðasta ári. „Samfélag 25 íbúa, lamað af Covid hömlum í kulda og myrkri árstíðarinnar gaf fá tækifæri til beinna samskipta en sjónauki á þrífót í stofunni gaf færi á skoðun úr fjarlægð,“ segir í fréttatilkynningu. Páll Ásgeir dvaldi með henni í Oqaatsut en saman skoðuðu þau grænlenskt samfélag í heimskautarökkrinu og fyrstu áhrifin birtast á þessari sýningu í teikningum Rósu og ljósmyndum og ljóðum Páls Ásgeirs. „Flat Poetry“Páll Ásgeir Ásgeirsson Í fréttatilkynningu segir einnig: „Í augum aðkomumanns er margt undarlegt í árþúsunda menningu mótaðri af myrkri og kulda, skorti og gnótt á víxl. Samfélagið líkist ísjaka. Aðeins 10% eru sýnileg. Annað er utan seilingar og lítt greinilegt. Tímabundinn gestur verður fljótt grunnhygginn sérfræðingur í yfirborðinu og skautar á því þegar heim er komið án þess að sjá myrkrið í djúpinu.“ Rósa og Páll eru mikið ævintýrafólk.Aðsend Sem áður segir ber sýningin nafnið Rörsýn: „Þessi sýning er brot af því sem við sáum, einskonar rörsýn inn í samfélag þjóðar sem er í senn svo nálæg Íslendingum en þó svo óralangt í burtu,“ segja hjónin. Ljósmynd af sýningunni.Páll Ásgeir Ásgeirsson Segja má að þessi sýning sé eins konar undirbúningur einkasýningar Rósu Sigrúnar Jónsdóttur sem henni hefur verið boðið að halda í Ilullissat sumarið 2023 og mun fjalla um líka hluti. Sýningin opnar klukkan 17:00 á fimmtudaginn í Artak 105 Gallerí, Skipholti 9 og stendur til 23. nóvember næstkomandi. Myndlist Ljósmyndun Bókmenntir Menning Grænland Tengdar fréttir KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“ „Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 6. nóvember 2022 11:00 KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði „Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 23. október 2022 11:01 KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Innblásturinn fyrir sýningunni er með sanni óhefðbundinn og áhugaverður en Rósa Sigrún dvaldi sjö vikur í Oqaatsut, rétt norðan við Ilulissat á vesturströnd Grænlands í svartasta skammdeginu á síðasta ári. „Samfélag 25 íbúa, lamað af Covid hömlum í kulda og myrkri árstíðarinnar gaf fá tækifæri til beinna samskipta en sjónauki á þrífót í stofunni gaf færi á skoðun úr fjarlægð,“ segir í fréttatilkynningu. Páll Ásgeir dvaldi með henni í Oqaatsut en saman skoðuðu þau grænlenskt samfélag í heimskautarökkrinu og fyrstu áhrifin birtast á þessari sýningu í teikningum Rósu og ljósmyndum og ljóðum Páls Ásgeirs. „Flat Poetry“Páll Ásgeir Ásgeirsson Í fréttatilkynningu segir einnig: „Í augum aðkomumanns er margt undarlegt í árþúsunda menningu mótaðri af myrkri og kulda, skorti og gnótt á víxl. Samfélagið líkist ísjaka. Aðeins 10% eru sýnileg. Annað er utan seilingar og lítt greinilegt. Tímabundinn gestur verður fljótt grunnhygginn sérfræðingur í yfirborðinu og skautar á því þegar heim er komið án þess að sjá myrkrið í djúpinu.“ Rósa og Páll eru mikið ævintýrafólk.Aðsend Sem áður segir ber sýningin nafnið Rörsýn: „Þessi sýning er brot af því sem við sáum, einskonar rörsýn inn í samfélag þjóðar sem er í senn svo nálæg Íslendingum en þó svo óralangt í burtu,“ segja hjónin. Ljósmynd af sýningunni.Páll Ásgeir Ásgeirsson Segja má að þessi sýning sé eins konar undirbúningur einkasýningar Rósu Sigrúnar Jónsdóttur sem henni hefur verið boðið að halda í Ilullissat sumarið 2023 og mun fjalla um líka hluti. Sýningin opnar klukkan 17:00 á fimmtudaginn í Artak 105 Gallerí, Skipholti 9 og stendur til 23. nóvember næstkomandi.
Myndlist Ljósmyndun Bókmenntir Menning Grænland Tengdar fréttir KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“ „Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 6. nóvember 2022 11:00 KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði „Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 23. október 2022 11:01 KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“ „Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 6. nóvember 2022 11:00
KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði „Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 23. október 2022 11:01
KÚNST: Ákvað að verða myndlistarmaður þegar hann var tíu ára Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST. 4. október 2022 06:31