„Vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2022 07:01 Höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Íslands eru á Laugardalsvelli. Vísir Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi. Dagný Brynjarsdóttir birti á sunnudag færslu á Instagram þar sem hún kvartar yfir því að hún og Glódís Perla Viggósdóttir hefðu ekki verið heiðraðar með sama hætti og Aron Einar Gunnarsson eftir að hann lék sinn 100. A-landsleik. Dagný og Glódís Perla spiluðu sinn 100. A-landsleik í apríl og fengu blómvönd fyrir en Aron Einar fékk sérmerkta treyju. Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins, greip þann bolta á lofti þegar hún deildi færslu Dagnýjar og benti á að hún hefði enga almennilega kveðju fengið þegar landsliðsferli hennar lauk árið 2019. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá kemur þetta ekkert gríðarlega á óvart, svona miðið við okkar vinnu í Hagsmunasamtökunum. Miðað við öll samtöl sem við höfum átt síðustu mánuði þá er þetta svolítið staðan, því miður,“ segir Ingunn Haraldsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna. Ingunn Haraldsdóttir.Vísir/Sigurjón „Það eru þessir litlu hlutir og þetta er svolítið rótgróið í viðhorfinu. Við vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur. Þetta er kannski dýpra en við héldum, sem eru vonbrigði,“ sagði Ingunn aðspurð af hverju hún héldi að svo væri. Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra KSÍ, vildi ekki veita Stöð 2 og Vísi viðtal en hún segir annarsstaðar að sambandið hafi sannarlega heiðrað þær stöllur. Það hafi hins vegar verið gert með öðrum hætti en Aron Einar var heiðraður eftir leikinn gegn Sádi-Arabíu. Annað mál tengt KSÍ hefur verið í deiglunni en það er að leikurinn gegn Sádi-Arabíu hafi yfirhöfuð farið fram. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins, vildi ekki frekar veita viðtal heldur en Klara. Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu er á meðal þeirra verstu í heimi og hefur ákvörðun KSÍ að taka gylliboða Sáda því verið gagnrýnt. Haft var eftir Vöndu Sigurgeirsdóttur í sumar að farið yrði í ferðina með það fyrir augum að opna á samtalið um mannréttindi í landinu. En er eðlilegt að ákvörðun sambandsins kalli á gagnrýni úr samfélaginu? Viðar Halldórsson.Vísir/Sigurjón „Samfélagið tekur sig saman um að setja kröfu á ráðandi aðila og sýna samfélagslega ábyrgð. Sjáum hvernig Rússar eru útilokaðir í tengslum við stríðið í Úkraínu. Við fáum þessar raddir meira og meira upp núna. Það er nýr tíðarandi þar sem fólk er farið að átta sig á að þjóðir kaupi sér oft einhverskonar samþykki í gegnum það sem er kallað soft power. Það er mjög eðlilegt að það sé skoðað og gagnrýnt,“ sagði Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Þegar að íþróttir eru notaðar í pólitískum tilgangi þá er ekki hægt að segja að íþróttir og pólitík eigi ekki samleið. Það má gagnrýna það en það er spurning með þetta samtal sem á að eiga sér stað. FIFA talaði líka um það í kringum heimsmeistarakeppnina, en er það trúverðugt?“ „Átti þetta samtal sér stað og hvað fór fram þar? Ef það er hægt að sýna fram á það traust þá er alveg hægt að líta á að þetta sé réttlætanlegt,“ bætti Viðar við. „Það er náttúrulega partur af þessu, í stóra samhenginu. Það er verið að kaupa sér velvild og samþykki alþjóðasamfélagsins. Það er mjög göfugt að hafna því og nútímasamfélög eru meira farin að gera kröfu á það. Á hinn bóginn eru svona ákvarðanir aldrei teknar í félagslegu tómarúmi og ég veit ekki hvað hangir á spýtunni hjá KSÍ. Það getur verið eitthvað annað, mikilvægt fyrir liðið eða fjárhagslegt. Svona ákvarðanir eru aldrei einfaldar en í fullkomnum heimi myndi maður telja eðlilegt að þeim væri hafnað,“ sagði Viðar að endingu. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir birti á sunnudag færslu á Instagram þar sem hún kvartar yfir því að hún og Glódís Perla Viggósdóttir hefðu ekki verið heiðraðar með sama hætti og Aron Einar Gunnarsson eftir að hann lék sinn 100. A-landsleik. Dagný og Glódís Perla spiluðu sinn 100. A-landsleik í apríl og fengu blómvönd fyrir en Aron Einar fékk sérmerkta treyju. Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins, greip þann bolta á lofti þegar hún deildi færslu Dagnýjar og benti á að hún hefði enga almennilega kveðju fengið þegar landsliðsferli hennar lauk árið 2019. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá kemur þetta ekkert gríðarlega á óvart, svona miðið við okkar vinnu í Hagsmunasamtökunum. Miðað við öll samtöl sem við höfum átt síðustu mánuði þá er þetta svolítið staðan, því miður,“ segir Ingunn Haraldsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna. Ingunn Haraldsdóttir.Vísir/Sigurjón „Það eru þessir litlu hlutir og þetta er svolítið rótgróið í viðhorfinu. Við vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur. Þetta er kannski dýpra en við héldum, sem eru vonbrigði,“ sagði Ingunn aðspurð af hverju hún héldi að svo væri. Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra KSÍ, vildi ekki veita Stöð 2 og Vísi viðtal en hún segir annarsstaðar að sambandið hafi sannarlega heiðrað þær stöllur. Það hafi hins vegar verið gert með öðrum hætti en Aron Einar var heiðraður eftir leikinn gegn Sádi-Arabíu. Annað mál tengt KSÍ hefur verið í deiglunni en það er að leikurinn gegn Sádi-Arabíu hafi yfirhöfuð farið fram. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins, vildi ekki frekar veita viðtal heldur en Klara. Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu er á meðal þeirra verstu í heimi og hefur ákvörðun KSÍ að taka gylliboða Sáda því verið gagnrýnt. Haft var eftir Vöndu Sigurgeirsdóttur í sumar að farið yrði í ferðina með það fyrir augum að opna á samtalið um mannréttindi í landinu. En er eðlilegt að ákvörðun sambandsins kalli á gagnrýni úr samfélaginu? Viðar Halldórsson.Vísir/Sigurjón „Samfélagið tekur sig saman um að setja kröfu á ráðandi aðila og sýna samfélagslega ábyrgð. Sjáum hvernig Rússar eru útilokaðir í tengslum við stríðið í Úkraínu. Við fáum þessar raddir meira og meira upp núna. Það er nýr tíðarandi þar sem fólk er farið að átta sig á að þjóðir kaupi sér oft einhverskonar samþykki í gegnum það sem er kallað soft power. Það er mjög eðlilegt að það sé skoðað og gagnrýnt,“ sagði Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Þegar að íþróttir eru notaðar í pólitískum tilgangi þá er ekki hægt að segja að íþróttir og pólitík eigi ekki samleið. Það má gagnrýna það en það er spurning með þetta samtal sem á að eiga sér stað. FIFA talaði líka um það í kringum heimsmeistarakeppnina, en er það trúverðugt?“ „Átti þetta samtal sér stað og hvað fór fram þar? Ef það er hægt að sýna fram á það traust þá er alveg hægt að líta á að þetta sé réttlætanlegt,“ bætti Viðar við. „Það er náttúrulega partur af þessu, í stóra samhenginu. Það er verið að kaupa sér velvild og samþykki alþjóðasamfélagsins. Það er mjög göfugt að hafna því og nútímasamfélög eru meira farin að gera kröfu á það. Á hinn bóginn eru svona ákvarðanir aldrei teknar í félagslegu tómarúmi og ég veit ekki hvað hangir á spýtunni hjá KSÍ. Það getur verið eitthvað annað, mikilvægt fyrir liðið eða fjárhagslegt. Svona ákvarðanir eru aldrei einfaldar en í fullkomnum heimi myndi maður telja eðlilegt að þeim væri hafnað,“ sagði Viðar að endingu.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira