Leikskólabörn að greinast með flensuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2022 21:30 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Leikskólabörn og ungt fólk er meirihluti þeirra sem greinst hafa með flensuna undanfarið en hún er óvenju snemma á ferðinni í ár. Sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé ungum börnum boðið upp á bólusetningu gegn flensunni þar sem hún lagðist illa á þann hóp þegar hún gekk yfir í Ástralíu. Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir segir flensuna óvenju snemma á ferð. „Þetta eru fleiri staðfest tilfelli en við venjulega höfum greint á þessum árstíma en við vitum ekki hvort að það er eitthvað tilfallandi sem að mun fara niður aftur eða hvort þetta er upphafið á faraldrinum svona óvenju snemma svona miðað við venjulegt árferði,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Greiningarnar sem eru að koma til okkar eru aðallega börn á leikskóla aldri eða svona ungt fólk.“ Sóttvarnalæknir hefur nú í fyrsta sinn ákveðið að bjóða upp á inflúensubólusetningu fyrir börn á aldrinum sex mánaða til tveggja og hálfs árs. „Það er vegna þess að í þeim faraldri sem við sáum núna á suðurhveli, en flensan hún fer svona í sveiflum á milli suður- og norðurhvels jarðar, að þar var óvenjulega mikið um slæm veikindi hjá börnum. Þannig að þau voru að leggjast inn á sjúkrahús og flensan getur verið mjög skæð. Sérstaklega hjá yngri en tveggja ára. Þess vegna erum við að leggja þetta til.“ Hún segir erfitt að segja til um hversu skæð flensan verður í ár. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningar sér í lagi þeir sem eru í áhættuhópum og hugi að sóttvörnum sem virki gegn öllum þeim pestum sem eru í gangi. „Þetta hefur verið óvenjulegt út af Covid svo við vitum ekki alveg við hverju á að búast eða hvenær faraldurinn verður svona í toppi. Í fyrra kom hún seint og tilfellin svona alls voru töluvert færri. Árið þar á undan kom engin. Við eigum von á þessu núna en við vitum ekki alveg hvernig þetta verður.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Sjá meira
Flensan farin að láta á sér kræla Árleg inflúensa er farin að láta á sér kræla en hún ásamt fleiri haustpestum hefur skapað nokkuð álag hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 7. nóvember 2022 13:01