Edda náði sínum besta árangri á Bermúda Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 15:32 Guðlaug Edda Hannesdóttir kann greinilega vel við sig á Bermúdaeyjum. Instagram/@eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir tók í gær stórt stökk upp listann sem ræður því hvaða þríþrautarkonur keppa á Ólympíuleikunum í París 2024, þegar hún keppti á móti á Bermúda. Mótið var hluti af heimsmótaröðinni í þríþraut, þeirri sterkustu í heimi, og gilti til stiga inn á ólympíulistann. Eddu var raðað í sæti 40 af 47 keppendum fyrir keppnina en hún endaði í 28. sæti. Það er næstbesti árangur hennar á mótaröðinni ef horft er til sætis, en besti árangur ef horft er til stigafjölda inn á ólympíulistann. Edda fékk nefnilega 122 stig, fór upp um 12 sæti og er í 78. sæti á ólympíulistanum, með 515,65 stig. Miðað við núverandi stöðu er hin tékkneska Tereza Zimovjanova síðust inn á Ólympíuleikana, með 651,13 stig í 64. sæti listans, en ljóst er að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanlega verður ljóst hverjar fara til Parísar. Í keppninni í gær var Edda í 30. sæti eftir fyrsta hluta, 1.500 metra sjósund, og hún vann sig upp í 22. sæti á þeim 40 kílómetrum sem keppendur hjóluðu. Í lokahlutanum, 10 kílómetra hlaupi, missti Edda hins vegar sex keppendur fram úr sér og hún endaði í 28. sæti eins og fyrr segir. Heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy vann keppnina en hún kom í mark á heildartímanum 2:01,26 klukkustundum. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum var í 2. sæti og Beth potter frá Bretlandi í 3. sæti. Edda kom í mark á 2:10,23 klukkustundum og var rétt rúmum sjö mínútum frá verðlaunasæti. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Sjá meira
Mótið var hluti af heimsmótaröðinni í þríþraut, þeirri sterkustu í heimi, og gilti til stiga inn á ólympíulistann. Eddu var raðað í sæti 40 af 47 keppendum fyrir keppnina en hún endaði í 28. sæti. Það er næstbesti árangur hennar á mótaröðinni ef horft er til sætis, en besti árangur ef horft er til stigafjölda inn á ólympíulistann. Edda fékk nefnilega 122 stig, fór upp um 12 sæti og er í 78. sæti á ólympíulistanum, með 515,65 stig. Miðað við núverandi stöðu er hin tékkneska Tereza Zimovjanova síðust inn á Ólympíuleikana, með 651,13 stig í 64. sæti listans, en ljóst er að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en endanlega verður ljóst hverjar fara til Parísar. Í keppninni í gær var Edda í 30. sæti eftir fyrsta hluta, 1.500 metra sjósund, og hún vann sig upp í 22. sæti á þeim 40 kílómetrum sem keppendur hjóluðu. Í lokahlutanum, 10 kílómetra hlaupi, missti Edda hins vegar sex keppendur fram úr sér og hún endaði í 28. sæti eins og fyrr segir. Heimakonan og ólympíumeistarinn Flora Duffy vann keppnina en hún kom í mark á heildartímanum 2:01,26 klukkustundum. Taylor Knibb frá Bandaríkjunum var í 2. sæti og Beth potter frá Bretlandi í 3. sæti. Edda kom í mark á 2:10,23 klukkustundum og var rétt rúmum sjö mínútum frá verðlaunasæti.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Sjá meira