Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 23:01 Fjöldi fólks syrgði látin ungmenni í Seúl í Suður-Kóreu í gær. Woohae Cho/Getty Images „Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint. Hátíðarhöld höfðu verið smærri í sniðum síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld af þessari stærð fóru fram í langan tíma og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Lögreglan hefur til aðdraganda hörmunganna til rannsóknar en vitni segja að troðningurinn hafi hafist þegar fjöldi fólks safnaðist saman inni í húsasundi. Greint hefur verið frá því að húsasundið hafi verið um fjórir metrar á breidd, fjörutíu metra langt og hallað niður á við. Þar er fólkið sagt hafa dottið og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Fjölmargir söfnuðust saman í húsasundinu í Itaewon.Chung Sung-Jun/Getty Images Gátu hvorki hreyft sig né andað Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu. Á meðan troðningnum stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundið, án þess að sjá að fólk hafði dottið framar í þrengslunum. Eins og fyrr segir bárust lögreglumönnum í borginni fjölmörg símtöl þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum af aðstæðunum. Strax klukkan 16:00 að staðartíma lýsti bílastæðavörður aðstæðunum sem mjög slæmum. Fleiri lýstu yfir áhyggjum og klukkan 18:34 barst lögreglu fyrsta símtal af mörgum. „Þetta lítur ekki vel út, mér líður eins og fólk gæti troðist undir, ég komst varla undan sjálfur. Ég held að þið verðið að koma á vettvang, það eru einfaldlega allt of margir hérna,“ sagði maður í símtali við lögreglu. Fleiri lýstu sambærilegum aðstæðum í kjölfarið. Lögregla brást ekki hratt við. CNN greinir frá. Alls létu 159 lífið og fjölmargir slösuðust.Chung Sung-Jun/Getty Images Grátbað lögreglu um aðstoð Rétt eftir 20:30 barst lögreglu símtal þar sem viðmælandi grátbað lögreglu að mæta á staðinn. Troðningur færðist enda mikið í aukana milli átta og níu. Og áfram bættist í hópinn. Loks klukkan 21:30 bárust fregnir af því að einhver hafi látið lífið í troðningnum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfarið. Sjúkraliðar reyndu að veita skyndihjálp sem reyndist torvelt vegna fólksfjöldans. Neyðarástandi var lýst yfir um miðnætti, þar sem fólk var beðið um að fara ekki inn í Itaewon, hverfið þar sem troðningurinn átti sér stað. Sjúkrahús í borginni voru í viðbragðsstöðu. Skömmu eftir miðnætti, klukkan 00:30, fóru myndbönd af líkpokum og sjúkraliðum á vettvangi í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu að minnst 59 væru látnir klukkan 01:00 og að fjölda væri saknað. Yfirvöld í Seúl viðurkenndu mistök í vikunni og sögðu að ráðstafanir og skipulag alls ekki hafa verið fullnægjandi. Ríkisstjórn landsins muni gera allt til að koma í veg fyrir að sambærilegar hörmungar endurtaki sig og að yfirvöld hafi átt að bregðast fyrr við. Mikill meirihluta þeirra sem létust í troðningnum voru ungt fólk og hafa aðstandendur syrgt látin ungmenni á samfélagsmiðlum. Slysið er það annað mannskæðasta sem orðið hefur í sögu Suður-Kóreu. Hér að neðan er ítarleg sjónvarpsfrétt CNN um málið. Suður-Kórea Hrekkjavaka Tengdar fréttir Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Hátíðarhöld höfðu verið smærri í sniðum síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld af þessari stærð fóru fram í langan tíma og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Lögreglan hefur til aðdraganda hörmunganna til rannsóknar en vitni segja að troðningurinn hafi hafist þegar fjöldi fólks safnaðist saman inni í húsasundi. Greint hefur verið frá því að húsasundið hafi verið um fjórir metrar á breidd, fjörutíu metra langt og hallað niður á við. Þar er fólkið sagt hafa dottið og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Fjölmargir söfnuðust saman í húsasundinu í Itaewon.Chung Sung-Jun/Getty Images Gátu hvorki hreyft sig né andað Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu. Á meðan troðningnum stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundið, án þess að sjá að fólk hafði dottið framar í þrengslunum. Eins og fyrr segir bárust lögreglumönnum í borginni fjölmörg símtöl þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum af aðstæðunum. Strax klukkan 16:00 að staðartíma lýsti bílastæðavörður aðstæðunum sem mjög slæmum. Fleiri lýstu yfir áhyggjum og klukkan 18:34 barst lögreglu fyrsta símtal af mörgum. „Þetta lítur ekki vel út, mér líður eins og fólk gæti troðist undir, ég komst varla undan sjálfur. Ég held að þið verðið að koma á vettvang, það eru einfaldlega allt of margir hérna,“ sagði maður í símtali við lögreglu. Fleiri lýstu sambærilegum aðstæðum í kjölfarið. Lögregla brást ekki hratt við. CNN greinir frá. Alls létu 159 lífið og fjölmargir slösuðust.Chung Sung-Jun/Getty Images Grátbað lögreglu um aðstoð Rétt eftir 20:30 barst lögreglu símtal þar sem viðmælandi grátbað lögreglu að mæta á staðinn. Troðningur færðist enda mikið í aukana milli átta og níu. Og áfram bættist í hópinn. Loks klukkan 21:30 bárust fregnir af því að einhver hafi látið lífið í troðningnum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfarið. Sjúkraliðar reyndu að veita skyndihjálp sem reyndist torvelt vegna fólksfjöldans. Neyðarástandi var lýst yfir um miðnætti, þar sem fólk var beðið um að fara ekki inn í Itaewon, hverfið þar sem troðningurinn átti sér stað. Sjúkrahús í borginni voru í viðbragðsstöðu. Skömmu eftir miðnætti, klukkan 00:30, fóru myndbönd af líkpokum og sjúkraliðum á vettvangi í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu að minnst 59 væru látnir klukkan 01:00 og að fjölda væri saknað. Yfirvöld í Seúl viðurkenndu mistök í vikunni og sögðu að ráðstafanir og skipulag alls ekki hafa verið fullnægjandi. Ríkisstjórn landsins muni gera allt til að koma í veg fyrir að sambærilegar hörmungar endurtaki sig og að yfirvöld hafi átt að bregðast fyrr við. Mikill meirihluta þeirra sem létust í troðningnum voru ungt fólk og hafa aðstandendur syrgt látin ungmenni á samfélagsmiðlum. Slysið er það annað mannskæðasta sem orðið hefur í sögu Suður-Kóreu. Hér að neðan er ítarleg sjónvarpsfrétt CNN um málið.
Suður-Kórea Hrekkjavaka Tengdar fréttir Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42
Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34