Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 18:00 Annan leikinn í röð skoraði Leeds United sigurmark undir lok leiks. Daniel Chesterton/Getty Images Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. Leeds byggði á góðum sigri gegn Liverpool í síðustu umferð með stórskemmtilegum sigri í dag. Rodrigo kom heimamönnum í Leeds yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Marcus Tavernier svaraði fyrir gestina skömmu síðar og Philip Billing sá til þess að Bournemouth var 2-1 yfir í hálfleik. Dominic Solanke kom gestunum í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og virtist Bournemouth vera á leið heim með þrjú stig. Varamaðurinn Sam Greenwood var ekki sammála því en hann minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka. Greenwood lagði svo upp jöfnunarmarkið sem Liam Cooper skoraði. Crysencio Summerville skoraði svo sigurmarkið, annan leikinn í röð, á 84. mínútu. Staðan orðin 4-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Leeds er komið upp í 12. sæti með 15 stig að loknum 13 leikjum. Bournemouth er í 15. sæti með 13 stig. FULL-TIME Leeds 4-3 AFC BournemouthA fantastic Leeds comeback sees them come back from 3-1 down to take all three points in a cracker, with Crysencio Summerville scoring the late winner#LEEBOU pic.twitter.com/BywoNpQuHP— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Í Nottingham var Brentford í heimsókn. Heimamenn í Forest komust yfir þökk sé marki Morgan Gibbs-White á 20. mínútu en á þriðju mínútur uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Bryan Mbeumo skoraði í fjarveru Ivan Toney og staðan 1-1 í hálfleik. Yoane Wissa kom Brentford yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varð Zanka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fór það svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 2-2 BrentfordA dramatic finale sees the hosts fight back to clinch a point#NFOBRE pic.twitter.com/h2exVuXSjv— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Nottingham er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 10 stig á meðan Brentford er í 10. sæti með 16 stig. Að lokum vann Brighton 3-2 sigur á Úlfunum. Tapliðið er í 19. sæti með 10 stig á meðan Brighton er í 6. sæti með 21 stig. FULL-TIME Wolves 2-3 BrightonPascal Gross nets the winner late on following an eventful first half#WOLBHA pic.twitter.com/H88lbUapwh— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Leeds byggði á góðum sigri gegn Liverpool í síðustu umferð með stórskemmtilegum sigri í dag. Rodrigo kom heimamönnum í Leeds yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Marcus Tavernier svaraði fyrir gestina skömmu síðar og Philip Billing sá til þess að Bournemouth var 2-1 yfir í hálfleik. Dominic Solanke kom gestunum í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og virtist Bournemouth vera á leið heim með þrjú stig. Varamaðurinn Sam Greenwood var ekki sammála því en hann minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka. Greenwood lagði svo upp jöfnunarmarkið sem Liam Cooper skoraði. Crysencio Summerville skoraði svo sigurmarkið, annan leikinn í röð, á 84. mínútu. Staðan orðin 4-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Leeds er komið upp í 12. sæti með 15 stig að loknum 13 leikjum. Bournemouth er í 15. sæti með 13 stig. FULL-TIME Leeds 4-3 AFC BournemouthA fantastic Leeds comeback sees them come back from 3-1 down to take all three points in a cracker, with Crysencio Summerville scoring the late winner#LEEBOU pic.twitter.com/BywoNpQuHP— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Í Nottingham var Brentford í heimsókn. Heimamenn í Forest komust yfir þökk sé marki Morgan Gibbs-White á 20. mínútu en á þriðju mínútur uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Bryan Mbeumo skoraði í fjarveru Ivan Toney og staðan 1-1 í hálfleik. Yoane Wissa kom Brentford yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varð Zanka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fór það svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 2-2 BrentfordA dramatic finale sees the hosts fight back to clinch a point#NFOBRE pic.twitter.com/h2exVuXSjv— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Nottingham er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 10 stig á meðan Brentford er í 10. sæti með 16 stig. Að lokum vann Brighton 3-2 sigur á Úlfunum. Tapliðið er í 19. sæti með 10 stig á meðan Brighton er í 6. sæti með 21 stig. FULL-TIME Wolves 2-3 BrightonPascal Gross nets the winner late on following an eventful first half#WOLBHA pic.twitter.com/H88lbUapwh— Premier League (@premierleague) November 5, 2022
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fleiri fréttir Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15