Hljóp með íslenska fánann í mark á HM og var á meðal tuttugu bestu í heimi Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 12:43 Andrea Kolbeinsdóttir varð í 19.sæti á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Vísir/Hulda Margrét Hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir náði frábærum árangri í 40 km hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Hún varð í 19.sæti og hljóp í mark með íslenska fánann á herðunum. Andrea Kolbeinsdóttir varð í 19.sæti í 40 kílómetra hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi sem fram fer í Chiang Mai í Taílandi. Hún kom í mark á tímanum 4:14:08 en sigurvegarinn Denisa Ionela Dragomir frá Rúmeníu hljóp fyrst allra í mark á tímanum 3:49:23. Andrea kom í mark með íslenska fánann á bakinu en auk Andreu hlupu þau Halldór Hermann Jónsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Íris Anna Skúladóttir og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir einnig í 40 kílómetra hlaupinu. Andrea hefur getið sér gott orð sem hlaupari síðustu misserin og hefur sett fjölda meta. Hún á fjölmörg virk Íslandsmet í greinum frá 3000 metrum innanhúss upp í hálft maraþon á götu. Andrea setti nokkur brautarmet í sumar eins og upp Esjuna, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Fimmvörðuhálshlaupið og svo auðvitað Laugaveginn. Eins og áður segir tóku fimm íslenskir hlauparar þátt í 40 kílómetra hlaupinu og þá tóku einnig fimm hlauparar þátt í 80 kílómetra hlaupi sem einnig fór fram í nótt. Þar var hækkunin í hlaupinu hvorki meira né minna en 4800 metrar en Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur Íslendinga í mark á tímanum 8 klukkutímar og 45 mínútur. Sigurvegari í 80 kílómetra hlaupinu var Bandaríkjamaðurinn Adam Peterman á tímanum 7:15:53. Auk Þorbergs hlupu þau Elísabet Margeirsdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurjón Ernir Sturluson og Þorsteinn Roy Jóhannsson áttatíu kílómetra. Hlaup Tengdar fréttir Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir varð í 19.sæti í 40 kílómetra hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi sem fram fer í Chiang Mai í Taílandi. Hún kom í mark á tímanum 4:14:08 en sigurvegarinn Denisa Ionela Dragomir frá Rúmeníu hljóp fyrst allra í mark á tímanum 3:49:23. Andrea kom í mark með íslenska fánann á bakinu en auk Andreu hlupu þau Halldór Hermann Jónsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Íris Anna Skúladóttir og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir einnig í 40 kílómetra hlaupinu. Andrea hefur getið sér gott orð sem hlaupari síðustu misserin og hefur sett fjölda meta. Hún á fjölmörg virk Íslandsmet í greinum frá 3000 metrum innanhúss upp í hálft maraþon á götu. Andrea setti nokkur brautarmet í sumar eins og upp Esjuna, Snæfellsjökulshlaupið, Dyrfjallahlaupið, Súlur Vertical, Fimmvörðuhálshlaupið og svo auðvitað Laugaveginn. Eins og áður segir tóku fimm íslenskir hlauparar þátt í 40 kílómetra hlaupinu og þá tóku einnig fimm hlauparar þátt í 80 kílómetra hlaupi sem einnig fór fram í nótt. Þar var hækkunin í hlaupinu hvorki meira né minna en 4800 metrar en Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur Íslendinga í mark á tímanum 8 klukkutímar og 45 mínútur. Sigurvegari í 80 kílómetra hlaupinu var Bandaríkjamaðurinn Adam Peterman á tímanum 7:15:53. Auk Þorbergs hlupu þau Elísabet Margeirsdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Sigurjón Ernir Sturluson og Þorsteinn Roy Jóhannsson áttatíu kílómetra.
Hlaup Tengdar fréttir Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Sjá meira
Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02