Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 12:22 Twitter hefur verið mikilvægur vettvangur áreiðanlegra upplýsinga um kosningar í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Með hópuppsögn gærdagsins er teymið sem vann að kosningamálum úr sögunni. AP/Gregory Bull Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir. Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Kosið verður til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og rúmlega þriðjungs sæta í öldungadeildinni á þriðjudag. Þá er kosið til fjölda ríkisstjóraembætta og flestra ríkisþinga. Starfsmenn stjórnmálaframboða og kjörstjórna óttast nú að ofbeldishótanir og lygar eigi eftir að fara sem eldur í sinu um Twitter eftir að Elon Musk, nýr eigandi og forstjóri samfélagsmiðilsins, gekk milli bols og höfuðs á teyminu sem hefur kosningamál á sinni könnu í gær, að sögn Washington Post. Talið er að starfsfólki Twitter hafi verið fækkað um helming með hópuppsögninni. Teymið hefur unnið á móti fölskum áróðri, hótunum, bætt samhengi við misvísandi tíst og verið í sambandi við fréttamenn, embættismenn og starfsmenn framboða. Dagana fyrir kosninga hefur það verið í nær samfelldu samtali við fulltrúa stjórnmálaframboðanna. Fulltrúi annars flokkanna tveggja segir að það taki nú margar klukkustundir að ná sambandi við nokkurn hjá Twitter. Sumir sérfræðingar óttast að glundroðinn hjá Twitter gæti jafnvel torveldað lögreglu að hafa uppi á einstaklingum sem setji fram ofbeldishótanir á miðlinum. Yoel Roth, forstöðumaður öryggis og heilinda hjá Twitter og einn fárra stjórnenda sem héldu starfi sínu í hreinsununum, tísti í gærkvöldi um að kjarnaritstjórnartæki miðilsins væru enn virk. Deild hans hafi verið skorin niður um fimmtán prósent en ekki um helming eins og aðrar deildir. „Nú þegar utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin í Bandaríkjunum er það enn aðalforgangsmál okkar aðgerðir í þágu heilinda kosninga, þar á meðal gegn skaðlegu upplýsingafalsi sem getur bælt niður kjörsókn og berjast gegn ríkisstyrktum upplýsingaherferðum,“ tísti Roth. Segir uppsagnirnar nauðsynlegar Fjölmiðlum hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá Twitter þar sem fjölda starfsmanna á upplýsingasviði miðilsins var sagt upp í gær. Einn þeirra sem breska ríkisútvarpið BBC náði tali af í gær hafði þá þegar fengið reisupassann. Musk varði uppsagnirnar og ritstjórn Twitter í gær. Ekki hafi verið um annað að velja í ljósi þess að fyrirtækið tapaði meira en fjórum milljónum dollara á dag. Hann kvartaði einnig undan því að „aðgerðarsinnar“ hefðu fælt auglýsendur frá miðlinum sem kostuðu hann tekjur. Áhyggjur auglýsenda af því að kaupa pláss á miðlinum dvínuðu þó ekki við að Musk virtist leggja sig fram um að svara og taka undir tíst frá bandarískum jaðarhægrimönnum. Virtist hann einnig hóta einhvers konar hefndaraðgerðum gegn fyrirtækjum sem hætta að auglýsa á Twitter. Ekki er víst að Musk sé búinn að bíta úr nálinni með uppsagnirnar þar sem þær kunna að hafa strítt gegn lögum í Kaliforníu og Írlandi um hópuppsagnir.
Twitter Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57