Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 14:40 Fjölmargar ISIS-konur hefur verið haldið í Roj-búðunum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar þrjár voru fluttar til Danmerkur í október í fyrra og voru strax handteknar. EPA/AHMED MARDNLI Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga. Danmörk Sýrland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga.
Danmörk Sýrland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira