Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Lögfræðingarnir þrír, Brynjar, Arnar Þór og Davíð, sem skipa sérlega kjörbréfanefnd telja illa að sér vegið þegar því er haldið fram að þeir, sem stuðningsmenn Bjarna, misnoti aðstöðu sína til að þjarma að stuðningsfólki Guðlaugs Þórs. vísir/vilhelm Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. Vísir greindi frá því fyrir hádegi að Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, telur stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. Hún lýsir í því samhengi nokkru sem hún upplifði sem einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu kjörbréfanefndar þar sem látið var að liggja að eitthvað væri gruggugt við það hverjir komi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Vert að athuga með landsfundafulltrúa úr Kópavoginum Mjög er tekið að hitna í kolum vegna formannskjörs en þar takast á þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Berglind telur fyrirliggjandi að nefndarmenn séu einarðir stuðningsmenn Bjarna og að þeir hafi misnotað aðstöðu sína með því að þjarma að sér: „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt.“ Þeir sem eiga sæti í kjörbréfanefndinni, Brynjar Níelsson formaður, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir árétta að nefndin starfi í umboði miðstjórnar flokksins. Hún hafi það hlutverk að fara yfir kjörbréf þeirra fulltrúa sem félög og fulltrúaráð á vegum flokksins hafa kjörið til setu á fundinum. „Nefndin hefur verið að störfum síðan á mánudag. Henni hafa borist ýmsar ábendingar sem leyst hefur verið úr. Meðal annars bárust ábendingar varðandi kjör fulltrúa í Kópavogi sem vert væri að athuga. Af því tilefni boðaði nefndin m.a. formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs til fundar til að skýra nokkur atriði varðandi framkvæmd fulltrúakjörs,“ segir í yfirlýsingunni. Vegið að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins Þá beina þeir spjótum að orðum Unnar Berglindar og vilja meina að þar sé vegið ómaklega að að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan: „Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins vinnur með þau gögn sem stjórnir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða senda til skrifstofu flokksins. Starfsfólk er ekki úrskurðaraðili í álitamálum og ber ekki ábyrgð á fulltrúakjöri á landsfund. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins ber enga ábyrgð á því að nefndin hafi talið þörf á að kalla formann Sjálfstæðisfélags í Kópavogs til fundar. Ekkert hefur komið fram við yfirferð kjörbréfanefndar á kjörbréfum sem bendir til annars en að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafi unnið sín verk af ábyrgð og einurð við undirbúning fundarins.“ Þá segir að kjörbréfanefnd beri fulla ábyrgð á sinni vinnu og niðurstöðum. Og að hún harmi „að formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs hafi séð tilefni til að vega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrir hádegi að Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, telur stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. Hún lýsir í því samhengi nokkru sem hún upplifði sem einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu kjörbréfanefndar þar sem látið var að liggja að eitthvað væri gruggugt við það hverjir komi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Vert að athuga með landsfundafulltrúa úr Kópavoginum Mjög er tekið að hitna í kolum vegna formannskjörs en þar takast á þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Berglind telur fyrirliggjandi að nefndarmenn séu einarðir stuðningsmenn Bjarna og að þeir hafi misnotað aðstöðu sína með því að þjarma að sér: „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt.“ Þeir sem eiga sæti í kjörbréfanefndinni, Brynjar Níelsson formaður, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir árétta að nefndin starfi í umboði miðstjórnar flokksins. Hún hafi það hlutverk að fara yfir kjörbréf þeirra fulltrúa sem félög og fulltrúaráð á vegum flokksins hafa kjörið til setu á fundinum. „Nefndin hefur verið að störfum síðan á mánudag. Henni hafa borist ýmsar ábendingar sem leyst hefur verið úr. Meðal annars bárust ábendingar varðandi kjör fulltrúa í Kópavogi sem vert væri að athuga. Af því tilefni boðaði nefndin m.a. formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs til fundar til að skýra nokkur atriði varðandi framkvæmd fulltrúakjörs,“ segir í yfirlýsingunni. Vegið að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins Þá beina þeir spjótum að orðum Unnar Berglindar og vilja meina að þar sé vegið ómaklega að að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan: „Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins vinnur með þau gögn sem stjórnir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða senda til skrifstofu flokksins. Starfsfólk er ekki úrskurðaraðili í álitamálum og ber ekki ábyrgð á fulltrúakjöri á landsfund. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins ber enga ábyrgð á því að nefndin hafi talið þörf á að kalla formann Sjálfstæðisfélags í Kópavogs til fundar. Ekkert hefur komið fram við yfirferð kjörbréfanefndar á kjörbréfum sem bendir til annars en að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafi unnið sín verk af ábyrgð og einurð við undirbúning fundarins.“ Þá segir að kjörbréfanefnd beri fulla ábyrgð á sinni vinnu og niðurstöðum. Og að hún harmi „að formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs hafi séð tilefni til að vega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira