Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Ótrúleg leitarsaga Juan Gabriel. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið var haldið áfram að fjalla um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar að móður sinni. Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Leitin að upprunanum Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig
Leitin að upprunanum Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira