Jerry Lee Lewis er látinn Árni Sæberg skrifar 28. október 2022 17:34 Jerry Lee Lewis var tekinn inn í heiðurshöll kántrítónlistar fyrr á árinu. Jason Kempin/Getty Images Tónlistarmaðurinn Jerry Lee Lewis er látinn 87 ára að aldri. Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Lewis lést í dag, að því er segir í fréttatilkynningu frá útgefanda hans, Zach Farnum. Þar segir að Lewis hafi verið alvarlega veikur síðastliðin ár og að hann hafi verið tilbúinn að fara yfir móðuna miklu. Athygli vakti á dögunum þegar dægurmiðilinn TMZ tilkynnti að Lewis væri látinn en dró frétt þess efnis síðan til baka eftir að í ljós kom að Lewis var enn á lífi. Útgefandinn Zach Farnum vandaði blaðamanni TMZ ekki kveðjurnar eftir það. Lackluster journalism at its worst. @HarveyLevinTMZ - check your sources. Quit being a coward and call me back. https://t.co/7DSDJHPmsZ— Zach Farnum (@zachfarnum) October 26, 2022 Umdeild goðsögn Óhætt er að fullyrða að Lewis sé á meðal áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar en hann var einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar ásamt mönnum á borð við Elvis Presley, Chuck Berry, Buddy Holly og Johnny Cash. Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great balls of fire og Whole lotta shakin' goin' on. Í spilaranum hér að neðan má sjá hann flytja síðarnefnda lagið. Lewis var umdeildur maður nánast allan hans feril en árið 1958 komust fréttamenn á snoðir um það að hann hefði kvænst þrettán ára gamalli frænku sinni, Myru Gale Brown, á meðan hann var enn kvæntur fyrstu eiginkonu sinni. Ferill hans tók þá skarpa dýfu niður á við og hann fór að glíma við áfengis- og fíkniefnadrauginn. Tónlistarbransinn vestanhafs fyrirgaf honum hins vegar á sjöunda áratugnum og hann hélt áfram að semja tónlist allt til ársins 2006. Lewis lætur eftir sig eiginkonuna Judith Coghlan Lewis og fjögur uppkomin börn. Tveir synir hans eru þegar látnir.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira