Foreldrar skapi tíma fyrir samverustundir án snjalltækja Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2022 16:01 Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman halda viðburði á morgun til að vekja foreldra til umhugsunar. Aðsent „Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Á þessum orðum hefst pistill sem birtist á Vísi í tilefni af símalausa deginum sem fer fram næsta sunnudag. Höfundar greinarinnar eru einnig höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. „Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki.“ Margar klukkustundir á dag Þær benda á að ný rannsókn Rannsókna og greiningar hafi sýnt að 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. „Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum.“ Í greininni fara þær yfir skuggahliðar snjalltækjanna. „Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann.“ Skuggahliðar snjallsímanna Svefnskortur getur valdið kvíða og vanlíðan sem getur orðið að erfiðum vítahring. „Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika.“ Þær segja mikilvægt að foreldrar setji heilbrigð mörk á snjallsímanotkun til að passa upp á heilsu, samskipti, svefn og líðan. „Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum.“ Símalaus sunnudagur Benda þær líka á að foreldrar eru sjálfir fyrirmyndir. „Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama.“ Í greininni tala þær um kosti skjálausra samverustunda „Til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru.“ Einnig sé gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Nánari upplýsingar má finna á vefnum Símalaus. Á morgun, laugardaginn 29. október verða Unnur, Hrafnhildur og Ingrid með viðburð í Eymundsson í Smáralind og á Akureyri þar sem þær ætla að vekja foreldra til vitundar um hvernig hægt er að auka vellíðan barna. „Við verðum með stór plaköt með æfingum sem miða að því að draga úr snjalltækjanotkun með því að fjölga gæða- og samverustundum fjölskyldunnar.“ Greinina má lesa í heild sinni hér á Vísi en þær ræddu viðfangsefnið líka í viðtali á Bylgjunni sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. 27. október 2022 08:31 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Höfundar greinarinnar eru einnig höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. „Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki.“ Margar klukkustundir á dag Þær benda á að ný rannsókn Rannsókna og greiningar hafi sýnt að 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. „Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum.“ Í greininni fara þær yfir skuggahliðar snjalltækjanna. „Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann.“ Skuggahliðar snjallsímanna Svefnskortur getur valdið kvíða og vanlíðan sem getur orðið að erfiðum vítahring. „Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika.“ Þær segja mikilvægt að foreldrar setji heilbrigð mörk á snjallsímanotkun til að passa upp á heilsu, samskipti, svefn og líðan. „Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum.“ Símalaus sunnudagur Benda þær líka á að foreldrar eru sjálfir fyrirmyndir. „Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama.“ Í greininni tala þær um kosti skjálausra samverustunda „Til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru.“ Einnig sé gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Nánari upplýsingar má finna á vefnum Símalaus. Á morgun, laugardaginn 29. október verða Unnur, Hrafnhildur og Ingrid með viðburð í Eymundsson í Smáralind og á Akureyri þar sem þær ætla að vekja foreldra til vitundar um hvernig hægt er að auka vellíðan barna. „Við verðum með stór plaköt með æfingum sem miða að því að draga úr snjalltækjanotkun með því að fjölga gæða- og samverustundum fjölskyldunnar.“ Greinina má lesa í heild sinni hér á Vísi en þær ræddu viðfangsefnið líka í viðtali á Bylgjunni sem heyra má í spilaranum hér fyrir neðan.
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. 27. október 2022 08:31 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. 27. október 2022 08:31