Stoðsendingatitilinn undir í leik Keflavíkur og Fram á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2022 15:01 Tiago Fernandes og Adam Ægir Pálsson í síðasta leik Fram og Keflavíkur í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Fram getur náð toppsæti af Keflavík með stórsigri í innbyrðis leik liðanna í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta en getur einnig bæði eignast markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Keflavík og Fram mætast á morgun í síðasta leik sínum í neðri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar en þá fer öll lokaumferðin fram á sama tíma. Leikirnir hefjast klukkan 13.00. Keflavík er þremur stigum og tíu mörkum á undan Fram og því komast Framarar því ekki upp í efsta sætið nema með því að vinna fimm marka sigur. Framarar getur aftur á móti tryggt sér tvö einstaklingsverðlaun í þessum leik á morgun. Guðmundur Magnússon hefur skorað sautján mörk í sumar eða jafnmörg og KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi fór í atvinnumennsku til Belgíu í septemberbyrjun og spilaði bara tuttugu leiki í sumar. Hann tekur því gullskóinn ef þeir enda jafnir. Guðmundi vantar því eitt mark til að verða fyrir ofan Nökkva. Fram gæti síðan eignast bæði markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Tiago Fernandes er fyrir lokaumferðina sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni í sumar en hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í síðasta leik. Fernandes er með einni stoðsendingu meira en Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson sem hefur gefið tólf. Þeir keppa því um stoðsendingatitilinn á sama velli á morgun en í tólf marka leik liðanna um miðjan september þá voru þeir báðir með stoðsendingaþrennu. Það gætu svo sem reyndar aðrir blandað sér í baráttuna með stórleik því Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með ellefu stoðsendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson hefur gefið tíu stoðsendingar. Blikarnir Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru síðan báðir með níu stoðsendingar alveg eins og Víkingurinn Pablo Punyed sem varð stoðsendingakóngurinn í fyrra. Stúkan mun bjóða upp á sérstaka Red Zone útgáfu á morgun en þá verður fylgst með öllum leikjunm í beinni og skipti á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsendingin hefst klukkan 12.30 á Stöð 2 Sport og klárast ekki fyrr en eftir leikina. Um kvöldið mun Stúkan síðan gera upp allt mótið í lokaþætti sínum sem hefst klukkan 20.00. Besta deild karla Fram Keflavík ÍF Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Keflavík og Fram mætast á morgun í síðasta leik sínum í neðri hluta úrslitakeppni Bestu deildarinnar en þá fer öll lokaumferðin fram á sama tíma. Leikirnir hefjast klukkan 13.00. Keflavík er þremur stigum og tíu mörkum á undan Fram og því komast Framarar því ekki upp í efsta sætið nema með því að vinna fimm marka sigur. Framarar getur aftur á móti tryggt sér tvö einstaklingsverðlaun í þessum leik á morgun. Guðmundur Magnússon hefur skorað sautján mörk í sumar eða jafnmörg og KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson. Nökkvi fór í atvinnumennsku til Belgíu í septemberbyrjun og spilaði bara tuttugu leiki í sumar. Hann tekur því gullskóinn ef þeir enda jafnir. Guðmundi vantar því eitt mark til að verða fyrir ofan Nökkva. Fram gæti síðan eignast bæði markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar. Tiago Fernandes er fyrir lokaumferðina sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar í deildinni í sumar en hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í síðasta leik. Fernandes er með einni stoðsendingu meira en Keflvíkingurinn Adam Ægir Pálsson sem hefur gefið tólf. Þeir keppa því um stoðsendingatitilinn á sama velli á morgun en í tólf marka leik liðanna um miðjan september þá voru þeir báðir með stoðsendingaþrennu. Það gætu svo sem reyndar aðrir blandað sér í baráttuna með stórleik því Blikinn Höskuldur Gunnlaugsson er með ellefu stoðsendingar og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson hefur gefið tíu stoðsendingar. Blikarnir Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson eru síðan báðir með níu stoðsendingar alveg eins og Víkingurinn Pablo Punyed sem varð stoðsendingakóngurinn í fyrra. Stúkan mun bjóða upp á sérstaka Red Zone útgáfu á morgun en þá verður fylgst með öllum leikjunm í beinni og skipti á milli valla þar sem hlutirnir eru að gerast. Útsendingin hefst klukkan 12.30 á Stöð 2 Sport og klárast ekki fyrr en eftir leikina. Um kvöldið mun Stúkan síðan gera upp allt mótið í lokaþætti sínum sem hefst klukkan 20.00.
Besta deild karla Fram Keflavík ÍF Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira