„Svona gera bara trúðar“ Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2022 07:32 Cristiano Ronaldo þekkir það að vera ungur að gera brellur á Old Trafford sem ekki allir eru hrifnir af. Hér kemur hann skilaboðum til Antony fyrir leikinn við Sheriff í gær. Getty/Simon Stacpoole Paul Scholes sakaði Antony um trúðslæti eftir að Brasilíumaðurinn ungi tók snúning með boltann, sem hann er þekktur fyrir, í 3-0 sigri Manchester United á Sheriff í Evrópudeildinni í fótbolta. Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn Sjá meira
Antony, kom til United í byrjun september frá Ajax, sýndi áhorfendum á Old Trafford í gær Anturny-snúninginn sinn í fyrri hálfleik, í stöðunni 0-0. Hann dregur þá boltann í hring í kringum hægri fótinn sinn, í einni hreyfingu. Scholes, sem er goðsögn í sögu United, var alls ekki hrifinn af tilburðum Antony og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag sagðist mögulega þurfa að koma ákveðnum skilaboðum til kantmannsins. „Ég er ekki einu sinni viss um að þetta sé einhver brella, er það? Er þetta hans einkennismerki? Ég held að hann þurfi eitthvað betra. Hann þarf að finna eitthvað skemmtilegra,“ sagði Scholes eftir leik í beinni útsendingu á BT Sport. pic.twitter.com/bk6imOUoS9— MComps305 (@comps305) October 27, 2022 „Ég held að þessi þjóð vilji ekki sjá þetta. Vill einhver þjóð það, jafnvel Brasilía? Brasilíumenn vilja ekki sjá þetta, er það? Ajax í Hollandi, vilja þeir sjá þetta? Ég hef gaman af brellum en mér finnst þetta bara hvorki vera brella né skemmtun. Svona gera bara trúðar, er það ekki?“ sagði Scholes. Ekkert út á þetta að setja ef brellan virkar Ten Hag sást hrista hausinn eftir tilburði Antony sem var svo skipt af velli í hálfleik. Lisandro Martinez var þá einnig skipt af velli og ástæðan mun hafa verið sú að gefa leikmönnum hvíld en United mætir West Ham á sunnudaginn. „Ég hef ekkert út á þetta [brellu Antony] að setja svo lengi sem að hún virkar,“ sagði Ten Hag eftir leik. „Ég ætlast til meira af honum – fleiri hlaup á bakvið vörnina, að hann sé oftar í teignum og spili oftar inn í vasann. Það er fínt að gera svona brellur þegar þær virka. Ef að þú missir ekki boltann er það í lagi en ef að þetta er brella bara til að gera brellu þá mun ég leiðrétta það við hann,“ sagði Ten Hag.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn Sjá meira