Glódís og stöllur unnu dramatískan endurkomusigur í Íslendingaslag Meistaradeildarinnar Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 21:20 Georgia Stanway tryggði gestunum dramatískan sigur. Gualter Fatia/Getty Images Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í þýska stórliðinu Bayern München unnu dramatískan 2-3 útisigur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Cloé Eyja Lacasse, lagði upp og skoraði fyrir Benfica, en gestirnir snéru taflinu við á lokamínútunum. Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í þýska stórliðinu Bayern München unnu dramatískan 2-3 útisigur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Cloé Eyja Lacasse, lagði upp og skoraði fyrir Benfica, en gestirnir snéru taflinu við á lokamínútunum. Í röðum Benfica er framherjinn Cloé Eyja Lacasse, sem öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa búið hér um árabil og spilað með ÍBV. Hjá Bayern eru svo þrír Íslendingar, þó að ekki hafi þeir allir spilað í kvöld, en það eru þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Nycole Raysla kom heimakonum í Benfica yfir í leik kvöldsins með marki á 42. mínútu eftir stoðsendingu frá Cloé Eyju Lacasse. Cloé Eyja var svo sjálf á ferðinni þegar hún tvöfaldaði forystu Benfica eftir um klukkutíma leik, en Maximiliane Rall minnkaði muninn fyrir Bayern átta mínútum síðar. Georgia Stanway jafnaði svo metin fyrir gestina á 83. mínútu áður en Ana Vitoria misnotaði vítaspyrnu fyrir heimakonur á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Það stefndi því allt í að liðin myndu skipta stigunum á milli sín, en Georgia Stanway var þó á öðru máli og tryggði gestunum dramatískan sigur með frábæru skoti fyrir utan teig á áttundu mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan því 2-3 sigur Bayern og liðið situr í öðru sæti D-riðils með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Barcelona, en með verri markatölu. Benfica situr hins vegar í neðsta sæti riðilsins án stiga. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN, en hægt er að horfa á leikinn í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í þýska stórliðinu Bayern München unnu dramatískan 2-3 útisigur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Cloé Eyja Lacasse, lagði upp og skoraði fyrir Benfica, en gestirnir snéru taflinu við á lokamínútunum. Í röðum Benfica er framherjinn Cloé Eyja Lacasse, sem öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa búið hér um árabil og spilað með ÍBV. Hjá Bayern eru svo þrír Íslendingar, þó að ekki hafi þeir allir spilað í kvöld, en það eru þær Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Nycole Raysla kom heimakonum í Benfica yfir í leik kvöldsins með marki á 42. mínútu eftir stoðsendingu frá Cloé Eyju Lacasse. Cloé Eyja var svo sjálf á ferðinni þegar hún tvöfaldaði forystu Benfica eftir um klukkutíma leik, en Maximiliane Rall minnkaði muninn fyrir Bayern átta mínútum síðar. Georgia Stanway jafnaði svo metin fyrir gestina á 83. mínútu áður en Ana Vitoria misnotaði vítaspyrnu fyrir heimakonur á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Það stefndi því allt í að liðin myndu skipta stigunum á milli sín, en Georgia Stanway var þó á öðru máli og tryggði gestunum dramatískan sigur með frábæru skoti fyrir utan teig á áttundu mínútu uppbótartíma. Niðurstaðan því 2-3 sigur Bayern og liðið situr í öðru sæti D-riðils með sex stig eftir tvo leiki, líkt og Barcelona, en með verri markatölu. Benfica situr hins vegar í neðsta sæti riðilsins án stiga. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN, en hægt er að horfa á leikinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira