Dagný setur spurningamerki við hversu „hröð“ hún er í FIFA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2022 14:01 Dagný er mjög hissa á þessu öllu saman. Alex Burstow/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og fyrirliði West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er ekki parsátt með einkunnagjöf sína í tölvuleiknum FIFA 23. Dagný telur sig vera töluvert hraðari á velli en einkunnaspjald hennar segir til um. Hin 31 árs gamla Dagný hefur byrjað tímabilið vel með liðinu sínu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum til þessa á leiktíðinni. Þá var hún gerð að fyrirliða Hamranna fyrir tímabilið eins og áður hefur komið fram á Vísi. FIFA er án efa einn vinsælasti tölvuleikur síðari ára en nýr leikur kemur út ár hvert. Í nýjustu útgáfu leiksins er loks hægt að spila sem kvennalið en það hefur ekki verið þekkt áður. Á Instagram-síðu sinni bendir Dagný þó á að hún sé ekki sátt með einkunnina sem hún fær fyrir „hraða“ á einkunnaspjaldi leiksins. #FIFA23 Head scans complete We re coming to The World s Game pic.twitter.com/KW7ac0uEXg— West Ham United Women (@westhamwomen) September 22, 2022 Leikmenn fá heildareinkunn sem byggir á þeirri einkunn sem þeir fá fyrir sex mismunandi þætti þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 upp í 100. Flokkarnir eru: Sendingar, skot, knattrak, vörn, líkamlegan styrk og hraða. Dagný, sem er er þekkt fyrir að vera ógnarsterk í loftinu sem og mjög líkamlega sterk, fær 82 í líkamlegan styrk en aðeins 64 í hraða. „Skil ekki hvernig EA Sports [framleiðandi leiksins] gefur einkunnir leikmanna en ég tel að hámarkshraði upp á 31,6 kílómetra á klukkustund [30,3 á æfingu í dag] ætti skilið aðeins hærri einkunn,“ segir Dagný á Instagram-síðu sinni. „Hef ekki spilað leikinn enn, eru stelpurnar sem ná ekki 30 kílómetrum á klukkustund með hraða einkunn upp á 50 og eitthvað,“ spyr hún að lokum en mynd af færslu hennar á Instagram má sjá hér að neðan. Instagram færsla Dagnýjar.instagram/dagnybrynjars Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Hin 31 árs gamla Dagný hefur byrjað tímabilið vel með liðinu sínu og skorað þrjú mörk í fimm leikjum til þessa á leiktíðinni. Þá var hún gerð að fyrirliða Hamranna fyrir tímabilið eins og áður hefur komið fram á Vísi. FIFA er án efa einn vinsælasti tölvuleikur síðari ára en nýr leikur kemur út ár hvert. Í nýjustu útgáfu leiksins er loks hægt að spila sem kvennalið en það hefur ekki verið þekkt áður. Á Instagram-síðu sinni bendir Dagný þó á að hún sé ekki sátt með einkunnina sem hún fær fyrir „hraða“ á einkunnaspjaldi leiksins. #FIFA23 Head scans complete We re coming to The World s Game pic.twitter.com/KW7ac0uEXg— West Ham United Women (@westhamwomen) September 22, 2022 Leikmenn fá heildareinkunn sem byggir á þeirri einkunn sem þeir fá fyrir sex mismunandi þætti þar sem gefnar eru einkunnir frá 0 upp í 100. Flokkarnir eru: Sendingar, skot, knattrak, vörn, líkamlegan styrk og hraða. Dagný, sem er er þekkt fyrir að vera ógnarsterk í loftinu sem og mjög líkamlega sterk, fær 82 í líkamlegan styrk en aðeins 64 í hraða. „Skil ekki hvernig EA Sports [framleiðandi leiksins] gefur einkunnir leikmanna en ég tel að hámarkshraði upp á 31,6 kílómetra á klukkustund [30,3 á æfingu í dag] ætti skilið aðeins hærri einkunn,“ segir Dagný á Instagram-síðu sinni. „Hef ekki spilað leikinn enn, eru stelpurnar sem ná ekki 30 kílómetrum á klukkustund með hraða einkunn upp á 50 og eitthvað,“ spyr hún að lokum en mynd af færslu hennar á Instagram má sjá hér að neðan. Instagram færsla Dagnýjar.instagram/dagnybrynjars
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira