Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 12:21 Drengirnir voru á rafhlaupahjóli þegar ráðist var á þá. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg. Þórður H. Þórarinsson, faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook. Hann segir í samtali við fréttastofu að drengirnir hafi verið á leið heim úr bíó þegar ráðist var á þá við gatnamót Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar. Þeir kannast ekkert við árásarmennina. „Þeir eru á hlaupahjóli og eru að keyra fram hjá sjoppunni í Snælandi og það voru einhverjir strákar þar á vespu sem voru að elta þá, króuðu þá af, og létu höggin dynja; drógu upp einhverja kylfu og létu höggin dynja,“ segir Þórður. Þakkar ökumanninum veitta aðstoð Á meðan árásin stóð yfir tókst öðrum drengnum að hlaupa út á götu og stöðva bíl. Í honum var kona ásamt dóttur sinni og við það flúðu árásarmennirnir af vettvangi. Þórður þakkar ökumanninum fyrir að hafa komið syni sínum og vini hans til aðstoðar. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg en sonur Þórðar fékk kúlu á hausinn og fær líklega glóðurauga. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af drengjunum. Málið er til skoðunar en Þórður telur líklegt að þeir feðgar leggi fram kæru vegna málsins. Hann biður foreldra í hverfinu að ræða við börnin sín um málið. „Það var hugmyndin með því að setja þetta inn að ef einhver kannast við þessa lýsingu þá geti foreldrar talað við börnin sín; að svona hegðun gangi ekki,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þórður H. Þórarinsson, faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook. Hann segir í samtali við fréttastofu að drengirnir hafi verið á leið heim úr bíó þegar ráðist var á þá við gatnamót Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar. Þeir kannast ekkert við árásarmennina. „Þeir eru á hlaupahjóli og eru að keyra fram hjá sjoppunni í Snælandi og það voru einhverjir strákar þar á vespu sem voru að elta þá, króuðu þá af, og létu höggin dynja; drógu upp einhverja kylfu og létu höggin dynja,“ segir Þórður. Þakkar ökumanninum veitta aðstoð Á meðan árásin stóð yfir tókst öðrum drengnum að hlaupa út á götu og stöðva bíl. Í honum var kona ásamt dóttur sinni og við það flúðu árásarmennirnir af vettvangi. Þórður þakkar ökumanninum fyrir að hafa komið syni sínum og vini hans til aðstoðar. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg en sonur Þórðar fékk kúlu á hausinn og fær líklega glóðurauga. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af drengjunum. Málið er til skoðunar en Þórður telur líklegt að þeir feðgar leggi fram kæru vegna málsins. Hann biður foreldra í hverfinu að ræða við börnin sín um málið. „Það var hugmyndin með því að setja þetta inn að ef einhver kannast við þessa lýsingu þá geti foreldrar talað við börnin sín; að svona hegðun gangi ekki,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira