Enskan tröllríður verslunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. október 2022 14:00 Lefties Store á Gran Vía í Madrid er í eigu spænsku samsteypunnar Inditex Group. Cristina Arias/Getty Images Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega. Spánn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega.
Spánn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira