Hundruð þúsundir stúlkna undir 18 ára giftar á ári hverju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2022 14:00 Unglingsstúlkur í Mistrato í Kólumbíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Kaveh Kazemi/Getty Images Yfir 400.000 stúlkubörn og unglingar giftast í Kólumbíu á ári hverju. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi í hjónabandinu. Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi. Kólumbía Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi.
Kólumbía Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira