Rétt gögn en röng ályktun Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. október 2022 11:31 Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson ASÍ Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun