Fengu meistarahringana og unnu svo Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 08:30 Andre Iguodala, Stephen Curry, Draymond Green og Klay Thompson sýna meistarahringana fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers í nótt. Þeir eiga fjóra slíka. getty/Ezra Shaw Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum. Titilvörn meistara Golden State Warriors fer vel af stað. Fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers fengu leikmenn Golden State afhenta hringa eins og venjan er að meistaralið fá. Golden State vann svo leikinn, 123-109. „Ég er hæstánægður með sigurinn. Hringakvöld eru aldrei auðveld og venjulega eru menn stressaðir í fyrsta leik,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í leikslok. Stephen Curry skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði tuttugu stig og Klay Thompson átján. Steph Curry put the finishing touches on ring night dropping 33 PTS to open the @warriors szn with a W! #KiaTipOff22 33 PTS | 6 REB | 7 AST | 4 STL pic.twitter.com/s5YGWynBU6— NBA (@NBA) October 19, 2022 Draymond Green, sem er nýkominn aftur inn í lið Golden State eftir að hafa verið sendur í leyfi fyrir að kýla samherja sinn, Jordan Poole, hafði hægt um sig; skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Poole skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar. LeBron James skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar í fyrsta leiknum á tuttugasta tímabili sínu í NBA. Anthony Davis skoraði 27 stig og Russell Westbrook nítján. LeBron started season 20 with a near triple-double in the @Lakers' season opener! #KiaTipOff22 31 PTS | 14 REB | 8 AST pic.twitter.com/y4pATijh5T— NBA (@NBA) October 19, 2022 Boston Celtics, silfurlið síðasta tímabils, sigraði Philadelphia 76ers, 126-117, í leik tveggja af sterkustu liða Austurdeildarinnar. Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu 35 stig hvor fyrir Boston sem lék í gær fyrsta keppnisleikinn undir stjórn Joe Mazzulla. Hann tók við liðinu eftir að Ime Udoka var dæmdur í árs bann vegna sambands við starfsmann Boston. Malcolm Brogdon skoraði sextán stig af bekknum í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Varamenn Sixers skoruðu aðeins ellefu stig samtals. Jayson Tatum and Jaylen Brown went OFF tonight in the Celtics' season opener.Tatum: 35 PTS, 12 REB, 4 ASTBrown: 35 PTS, 3 REB#KiaTipOff22 pic.twitter.com/QppiiA4FFX— NBA (@NBA) October 19, 2022 James Harden skoraði 35 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 26 stig og fimmtán fráköst. Tobias Harris skoraði átján stig. James Harden tonight for the Sixers:35 PTS8 REB7 ASTA great performance by The Beard. #KiaTipOff22 pic.twitter.com/2mXTRiqXdD— NBA (@NBA) October 19, 2022 NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Fyrir leikinn gegn Los Angeles Lakers fengu leikmenn Golden State afhenta hringa eins og venjan er að meistaralið fá. Golden State vann svo leikinn, 123-109. „Ég er hæstánægður með sigurinn. Hringakvöld eru aldrei auðveld og venjulega eru menn stressaðir í fyrsta leik,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, í leikslok. Stephen Curry skoraði 33 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði tuttugu stig og Klay Thompson átján. Steph Curry put the finishing touches on ring night dropping 33 PTS to open the @warriors szn with a W! #KiaTipOff22 33 PTS | 6 REB | 7 AST | 4 STL pic.twitter.com/s5YGWynBU6— NBA (@NBA) October 19, 2022 Draymond Green, sem er nýkominn aftur inn í lið Golden State eftir að hafa verið sendur í leyfi fyrir að kýla samherja sinn, Jordan Poole, hafði hægt um sig; skoraði fjögur stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Poole skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar. LeBron James skoraði 31 stig, tók fjórtán fráköst og gaf átta stoðsendingar í fyrsta leiknum á tuttugasta tímabili sínu í NBA. Anthony Davis skoraði 27 stig og Russell Westbrook nítján. LeBron started season 20 with a near triple-double in the @Lakers' season opener! #KiaTipOff22 31 PTS | 14 REB | 8 AST pic.twitter.com/y4pATijh5T— NBA (@NBA) October 19, 2022 Boston Celtics, silfurlið síðasta tímabils, sigraði Philadelphia 76ers, 126-117, í leik tveggja af sterkustu liða Austurdeildarinnar. Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu 35 stig hvor fyrir Boston sem lék í gær fyrsta keppnisleikinn undir stjórn Joe Mazzulla. Hann tók við liðinu eftir að Ime Udoka var dæmdur í árs bann vegna sambands við starfsmann Boston. Malcolm Brogdon skoraði sextán stig af bekknum í fyrsta leik sínum fyrir Boston. Varamenn Sixers skoruðu aðeins ellefu stig samtals. Jayson Tatum and Jaylen Brown went OFF tonight in the Celtics' season opener.Tatum: 35 PTS, 12 REB, 4 ASTBrown: 35 PTS, 3 REB#KiaTipOff22 pic.twitter.com/QppiiA4FFX— NBA (@NBA) October 19, 2022 James Harden skoraði 35 stig fyrir Philadelphia og Joel Embiid var með 26 stig og fimmtán fráköst. Tobias Harris skoraði átján stig. James Harden tonight for the Sixers:35 PTS8 REB7 ASTA great performance by The Beard. #KiaTipOff22 pic.twitter.com/2mXTRiqXdD— NBA (@NBA) October 19, 2022
NBA Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira