Courtois markvörður ársins | Gavi besti ungi leikmaðurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 23:31 Thibaut Courtois og Gavi hlutu verðlaun í kvöld. EPA-EFE/Getty Images Karim Benzema og Alexia Putellas hlutu í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Einnig var opinberað hver var kosinn besti ungi leikmaður heims, hver væri markvörður og framherji ársins sem og hvað væri félag ársins. Aðeins á þetta þó við um karla megin þar sem slík verðlaun eru ekki enn veitt í kvennaflokki. Thibaut Courtois, markvörður Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, var valinn markvörður ársins. Hann var hreint út sagt stórkostlegur þegar Real lagði Liverpool 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér sinn 14. Evróputitil. Courtois endaði í 7. sæti í kosningunn um Gullboltann. Á eftir belgíska markverðinum komu Brasilíumennirnir Alisson Becker [Liverpool] og Ederson ]Manchester City]. pic.twitter.com/zQVproFkzo— Thibaut Courtois (@thibautcourtois) October 17, 2022 Robert Lewandowski var valinn framherji ársins. Lewandowski var frábær í liði Bayern München á síðustu leiktíð þegar liðið vann þýsku úrvalsdeildina með yfirburðum. Þar skoraði Lewandowski 35 mörk í 34 leikjum ásamt því að leggja upp tvo til viðbótar. Bæjarar duttu hins vegar mjög svo óvænt út gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lewandowski skoraði 13 mörk í tíu leikjum í keppninni ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Framherjinn spilar fyrir Barcelona á Spáni í dag og hefur skorað 14 mörk í 13 leikjum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Lewandowski endaði í 4. sæti í kosningunni um Gullboltann. . . .#trophéeGerdMuller pic.twitter.com/M8VU4hcxNJ— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 17, 2022 Hinn 18 ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, betur þekktur sem Gavi, hlaut Kopa verðlaunin í ár en þau hlýtur besti ungi leikmaðurinn ár hvert. Samherji hans hjá Barcelona, Pedri, hlaut verðlaunin á síðustu leiktíð. Only a Kopa Trophy winner could balance the ball like that... Well done Gavi! pic.twitter.com/tMPmrizHzd— LaLigaTV (@LaLigaTV) October 17, 2022 Þá var Manchester City valið félag ársins. Liðið varð Englandsmeistari ásamt því að fara alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Real Madrid. Manchester City is the club of the year!Congrats #clubdelannée #ballondor pic.twitter.com/BtftAv5XWL— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022 Fótbolti Belgía Spánn Tengdar fréttir Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15 Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Thibaut Courtois, markvörður Spánar- og Evrópumeistara Real Madríd, var valinn markvörður ársins. Hann var hreint út sagt stórkostlegur þegar Real lagði Liverpool 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér sinn 14. Evróputitil. Courtois endaði í 7. sæti í kosningunn um Gullboltann. Á eftir belgíska markverðinum komu Brasilíumennirnir Alisson Becker [Liverpool] og Ederson ]Manchester City]. pic.twitter.com/zQVproFkzo— Thibaut Courtois (@thibautcourtois) October 17, 2022 Robert Lewandowski var valinn framherji ársins. Lewandowski var frábær í liði Bayern München á síðustu leiktíð þegar liðið vann þýsku úrvalsdeildina með yfirburðum. Þar skoraði Lewandowski 35 mörk í 34 leikjum ásamt því að leggja upp tvo til viðbótar. Bæjarar duttu hins vegar mjög svo óvænt út gegn Villareal í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lewandowski skoraði 13 mörk í tíu leikjum í keppninni ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Framherjinn spilar fyrir Barcelona á Spáni í dag og hefur skorað 14 mörk í 13 leikjum ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Lewandowski endaði í 4. sæti í kosningunni um Gullboltann. . . .#trophéeGerdMuller pic.twitter.com/M8VU4hcxNJ— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 17, 2022 Hinn 18 ára gamli Pablo Martín Páez Gavira, betur þekktur sem Gavi, hlaut Kopa verðlaunin í ár en þau hlýtur besti ungi leikmaðurinn ár hvert. Samherji hans hjá Barcelona, Pedri, hlaut verðlaunin á síðustu leiktíð. Only a Kopa Trophy winner could balance the ball like that... Well done Gavi! pic.twitter.com/tMPmrizHzd— LaLigaTV (@LaLigaTV) October 17, 2022 Þá var Manchester City valið félag ársins. Liðið varð Englandsmeistari ásamt því að fara alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Real Madrid. Manchester City is the club of the year!Congrats #clubdelannée #ballondor pic.twitter.com/BtftAv5XWL— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022
Fótbolti Belgía Spánn Tengdar fréttir Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15 Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Sjá meira
Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. 17. október 2022 19:15
Benzema hlaut Gullboltann Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin. 17. október 2022 20:00