Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2022 13:01 Haukur Þrastarson fylgdist með síðustu landsleikjum úr sjónvarpinu. vísir/vilhelm Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Ísland vann Ísrael og Eistland með samtals 27 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2024. Haukur var ekki í íslenska hópnum sem vakti athygli Handkastara. Þeir veltu því fyrir sér hvort Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins, muni nota hann á HM í Svíþjóð og Póllandi í janúar. „Ég á mjög erfitt með að finna einhverja skýringu aðra en þá að Gummi finnur að hann treystir þessum strákum sem voru á EM í janúar. Þá var Haukur meiddur og ekki með. Gummi er auðvitað íhaldssamur og stundum bítur hann eitthvað í sig. Og núna hefur hann bitið í sig að Haukur væri ekki á þeim stað að ógna þeim sem eru í hópnum og komu svona sterkir inn í janúar,“ sagði Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. „Ég held að þetta sé ekkert gegn Hauki heldur með þeim strákum sem hann hefur treyst á hingað til. Því getulega á Haukur alltaf að vera inni í hópnum, alveg 120 prósent. Ég vona að hann verði með í janúar því Haukur er strákur sem getur gert hluti sem mjög fáir aðrir í þessum hóp, utan byrjunarliðsins, geta gert. Það getur verið dýrmætt í janúar og svo þurfum við að fara að fá Hauk aftur inn í landsliðið til að byggja hann upp í að verða leiðtoginn sem við vonumst til að hann verði.“ Einar hefði viljað sjá Hauk í landsliðinu í leikjunum í síðustu viku, þar sem þetta voru síðustu alvöru leikir Íslands fyrir HM. „Þess vegna var ég mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna, með fullri virðingu fyrir Daníel Þór [Ingasyni]. Hann er traustur og hefur spilað vel með Balingen en Haukur er okkar vonarstjarna til framtíðar.“ Haukur spilar sem leikstjórnandi með Kielce í Póllandi og Ásgeir Jónsson kveðst halda að hann eigi í samkeppni við Gísla Þorgeir Kristjánsson og Janus Daða Smárason um stöðu miðjumanns í landsliðinu. Arnar Daði Arnarsson, þáttastjórnandi Handkastsins, spurði Ásgeir hvort Haukur yrði með á HM í janúar. „Það er erfitt að segja. Gummi og hans þjálfarateymi taka þá ákvörðun. En ég held að allir handboltaunnendur séu sammála um að Haukur á heima í þessum hópi. Vandamálið er hins vegar að þetta eru allt frábærir leikmenn sem hann er að keppa. Þetta er ekki beint auðvelt val,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið EM 2024 í handbolta Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira