Arteta þakkaði myndbandsdómgæslunni eftir nauman sigur í Leeds Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2022 18:30 Mikel Arteta og lærisveinar hans í Arsenal eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/ANDY RAIN Mikel Arteta þakkaði myndbandsdómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur sinna manna á Elland Road í dag. Arsenal vann eins nauman sigur og hægt verður þegar liðið lagði Leeds United fyrr í dag. Til að byrja með frestaðist leikurinn um 40 mínútur þar sem rafmagnsleysi olli því að tækjabúnaður dómarateymisins virkaði ekki. Þá fengu heimamenn í Leeds tvær vítaspyrnur, þá fyrri varði Aaron Ramsdale en sú síðari var dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur. „Ef þú ferð í MLS-deildina (í Bandaríkjunum) þá er þetta algengt,“ sagði Arteta um töfina sem varð á leiknum. „Þegar við förum þangað á undirbúningstímabilinu getur leik verið frestað um þrjá til fimm tíma vegna þrumuveðurs,“ bætti Spánverjinn við. „Við erum ekki vön þessu en þurfum að venjast þessu þar myndbandsdómgæslan (VAR) skiptir okkur miklu máli. Hefðum við spilað án hennar í dag hefði þetta verið allt annar leikur.“ „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það er engin tilviljun að við vinnum sigra eins og þessa, við sýndum karakter og mikinn vilja.“ Arsenal marði Bodø/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudag og hafði sá leikur áhrif á undirbúninginn fyrir leik dagsins í dag. Líkt og þá var Bukayo Saka hetjan. „Það voru margir leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar á fimmtudaginn [gegn Bodø/Glimt]. Við eyddum aðfaranótt föstudags í Noregi og komum svo hingað til Leeds og unnum báða leikina. Sigrarnir sýna hvert við erum komnir sem lið og mikið hrós til leikmannanna. Þú verður að geta unnið leiki, sama hvað,“ sagði Arteta að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Arsenal vann eins nauman sigur og hægt verður þegar liðið lagði Leeds United fyrr í dag. Til að byrja með frestaðist leikurinn um 40 mínútur þar sem rafmagnsleysi olli því að tækjabúnaður dómarateymisins virkaði ekki. Þá fengu heimamenn í Leeds tvær vítaspyrnur, þá fyrri varði Aaron Ramsdale en sú síðari var dregin til baka eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur. „Ef þú ferð í MLS-deildina (í Bandaríkjunum) þá er þetta algengt,“ sagði Arteta um töfina sem varð á leiknum. „Þegar við förum þangað á undirbúningstímabilinu getur leik verið frestað um þrjá til fimm tíma vegna þrumuveðurs,“ bætti Spánverjinn við. „Við erum ekki vön þessu en þurfum að venjast þessu þar myndbandsdómgæslan (VAR) skiptir okkur miklu máli. Hefðum við spilað án hennar í dag hefði þetta verið allt annar leikur.“ „Það er alltaf erfitt að koma hingað. Það er engin tilviljun að við vinnum sigra eins og þessa, við sýndum karakter og mikinn vilja.“ Arsenal marði Bodø/Glimt í Evrópudeildinni á fimmtudag og hafði sá leikur áhrif á undirbúninginn fyrir leik dagsins í dag. Líkt og þá var Bukayo Saka hetjan. „Það voru margir leikmenn sem áttu erfitt uppdráttar á fimmtudaginn [gegn Bodø/Glimt]. Við eyddum aðfaranótt föstudags í Noregi og komum svo hingað til Leeds og unnum báða leikina. Sigrarnir sýna hvert við erum komnir sem lið og mikið hrós til leikmannanna. Þú verður að geta unnið leiki, sama hvað,“ sagði Arteta að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira