Skógareldar velkjast í dómskerfinu í meira en 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. október 2022 14:45 Skógareldar í Sierra Bermeja við Costa del Sol í Andalúsíu í september sl. Bianca de Vilar/Getty Images Skógareldarnir á Spáni í sumar skildu eftir sig um 250 þúsund hektara af sviðinni jörð, fjórum sinnum meira en meðaltal síðustu 10 ára. Dæmi eru um að dómsmál vegna elda sem kvikna af manna völdum velkist í meira en 10 ár í dómskerfinu. Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn. Spánn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Yfir 8.000 skráðir eldar í sumar Endanlegar uppgjörstölur yfir skógarelda á Spáni eru því sem næst klárar, þrátt fyrir að enn séu litlir eldar að kveikna, enda virðist sumarið engan enda ætla að taka og hitinn nú um helgina fer víða yfir 30 gráður. En tími stóru skógareldanna er liðinn. Þetta er eitt mesta hamfaraár í manna minnum, skráðir eldar eru rúmlega 8.000, þar af teljast 2.600 vera það sem kallast skógareldar, þar sem meira en 1 hektari brennur, og 5.700 teljast vera smáeldar, innan við 1 hektari. 54 stórir skógareldar urðu í sumar, þar sem meira en 500 hektarar skóglendis urðu eldi að bráð. Aldrei hafa fleiri stórir eldar komið upp á einu sumri á Spáni. Margir eldar af mannavöldum Margir skógareldar eru af mannavöldum og þegar tekst að hafa hendur í hári brennuvargsins, tekur við þungt ferli í dómskerfinu. Þetta eru með flóknustu málum sem dómsvaldið tekst á við og dæmi eru um að lítil sveitarfélög séu að kikna vegna flækjustigsins og kostnaðarins sem slíkum málum fylgja. Gott dæmi um það er eldur sem upp kom árið 2012 á Costa del Sol á Suður-Spáni. Þar kveikti garðyrkjumaður eld við hús á miðju sumri, hann ætlaði að brenna lauf og skógargreinar í mesta sumarhitanum. Eldurinn breiddist út og áður en yfir lauk voru 8.500 hektarar af sviðinni jörð í nágrenni Málaga. Tveir létust, 350 einstaklingar eða fyrirtæki urðu fyrir skaða og það er talið að skaðinn hlaupi á 20 milljónum evra, andvirði tæplega 3ja milljarða íslenskra króna. Réttarhöld ekki hafin 10 árum síðar Saksóknari fer fram á 7 og hálfs árs fangelsi yfir garðyrkjumanninum, en áratug síðar eru réttarhöldin ekki einu sinni hafin. Það þarf að rannsaka hvern einasta skaða, yfirheyra fleiri þúsund manns og staðreyndin virðist einfaldlega vera að héraðsdómstólar landsins virðast hreinlega ekki ráða við mál af þessu tagi. Forseti héraðsdóms Málaga, José María Páez, lýsti því yfir í vor að dómstóllinn væri tæknilega gjaldþrota. Pilar Llop, dómsmálaráðherra Spánar, tók undir þetta skömmu síðar og sagði þetta vera vandamál víðar í landinu. Mál af þessu tagi væru eins og svarthol sem sjúgi til sín allan tíma og vinnu dómstólanna. Og til að bæta gráu ofan á svart þá ganga sakborningar oft út frjálsir menn, þrátt fyrir sakfellingu, vegna þess hve langur tími hefur liðið. Réttarhöldin yfir garðyrkjumanninum í Málaga eiga að hefjast í janúar á næsta ári. Nú þegar hefur verið fært til bókar að hvorki fleiri né færri en 347 vitni koma fyrir dóminn.
Spánn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“