Dorrit ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2022 23:06 Dorrit fyrir framan tjaldið sem hún vonast til að verja nóttinni í. Stöð 2/Arnar Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hyggst sofa í tjaldi fyrir utan Hörpu í nótt. Tjaldið er á vegum samtakanna Arctic Basecamp sem beita félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. Alla jafna er tjaldið sett upp fyrir utan Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos sem hluti af heilum tjaldbúðum. Nú hefur Arctic Basecamp, sem Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði, komið upp einu tjaldi fyrir utan Hörpu þar sem Hringborð norðurslóða er haldið um helgina. Rætt var við þær Gail Whiteman og Dorrit í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Dorrit er vön að gista í tjöldum Arctic Basecamp en það hefur gert á ráðstefnunni í Davos. Í samtali við fréttastofu segir Dorrit að mikilvægt sé að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Hún hafi áhrif á okkur öll, meira að segja hundinn Samson, sem mætti með eiganda sínum á ráðstefnuna í dag og viðtalið í kvöldfréttum. Dorrit ávarpaði Samson í viðtalinu. Athygli vakti þegar Dorrit tilkynnti að hún ætlaði að láta klóna Sám, látinn hund þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson er ávöxtur þeirrar klónunar. Því vonast Dorrit til þess að geta sofið í tjaldinu í nótt en eins og flestir vita verður ansi kalt. Sennilega töluvert kaldara en verið hefur í Davos þegar Dorrit hefur gist í tjaldbúðunum þar. „Ég er með náttfötin mín og ég er með svefnpoka svo ég vona að ég geti gert það. En ef ég get ekki gert það í dag skal ég gera það í Davos,“ segir Dorrit. Skiljanlegt að þróunarlönd taki loftslagsvánni ekki jafnalvarlega og önnur Dorrit segist vona að þjóðarleiðtogar heimsins hlusti á þá sem berjast gegn loftslagsvánni þó hún efist um að allir geri það. Þó segist hún skilja það mjög vel að þróunarlönd hlusti síður en þróaðri ríki enda hafi vestræn ríki hirt auðlindir þróunarríkja. Því megi ekki krefjast þess af þróunarríkjum að greiða fyrir mistök þeirra þróaðri. Hringborð norðurslóða Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Tjaldið er á vegum samtakanna Arctic Basecamp sem beita félagsvísindum til að koma raunvísindalegum upplýsingum um loftslagsmálin á framfæri við áhrifavalda í heiminum. Alla jafna er tjaldið sett upp fyrir utan Alþjóðlegu efnahagsráðstefnunni í Davos sem hluti af heilum tjaldbúðum. Nú hefur Arctic Basecamp, sem Gail Whiteman prófessor í félagsvísindum við Exeter háskóla á Bretlandi stofnaði, komið upp einu tjaldi fyrir utan Hörpu þar sem Hringborð norðurslóða er haldið um helgina. Rætt var við þær Gail Whiteman og Dorrit í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Dorrit er vön að gista í tjöldum Arctic Basecamp en það hefur gert á ráðstefnunni í Davos. Í samtali við fréttastofu segir Dorrit að mikilvægt sé að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Hún hafi áhrif á okkur öll, meira að segja hundinn Samson, sem mætti með eiganda sínum á ráðstefnuna í dag og viðtalið í kvöldfréttum. Dorrit ávarpaði Samson í viðtalinu. Athygli vakti þegar Dorrit tilkynnti að hún ætlaði að láta klóna Sám, látinn hund þeirra Dorritar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Samson er ávöxtur þeirrar klónunar. Því vonast Dorrit til þess að geta sofið í tjaldinu í nótt en eins og flestir vita verður ansi kalt. Sennilega töluvert kaldara en verið hefur í Davos þegar Dorrit hefur gist í tjaldbúðunum þar. „Ég er með náttfötin mín og ég er með svefnpoka svo ég vona að ég geti gert það. En ef ég get ekki gert það í dag skal ég gera það í Davos,“ segir Dorrit. Skiljanlegt að þróunarlönd taki loftslagsvánni ekki jafnalvarlega og önnur Dorrit segist vona að þjóðarleiðtogar heimsins hlusti á þá sem berjast gegn loftslagsvánni þó hún efist um að allir geri það. Þó segist hún skilja það mjög vel að þróunarlönd hlusti síður en þróaðri ríki enda hafi vestræn ríki hirt auðlindir þróunarríkja. Því megi ekki krefjast þess af þróunarríkjum að greiða fyrir mistök þeirra þróaðri.
Hringborð norðurslóða Harpa Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun staðsett í Reykjavík Tilkynnt var á Hringborði norðurslóða í dag að ný alþjóðleg hugveita um frið og velmegun á norðurslóðum verði með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Forstöðumaður hennar segir að þróun og fjárfestingar eigi ætíð að fara fram í samvinnu við frumbyggja og taka mið af þeirra þörfum og menningu. Dorrit Moussaieff ætlar að sofa í tjaldi við Hörpu í nótt til að vekja athygli á málefnum norðurslóða. 14. október 2022 20:16