Katarína prinsessa flýr stúdentaíbúð sína vegna öryggisógnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. október 2022 07:51 Amalía hóf nám við háskólann í Amsterdam í september. Getty/P van Katwijk Katarína Amalía krónprinsessa Hollands hefur þurft að yfrgefa stúdentaíbúðina sem hún hefur búið í í Amsterdam í haust vegna öryggisógnar. Þetta segir konungsfjölskyldan í yfirlýsingu en prinsessan hefur nú snúið aftur í konungshöllina. Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna. Kóngafólk Holland Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Prinsessan, sem er all jafna kölluð Amalía, hóf nám við háskólann í Amsterdam í september og tók ákvörðun um að búa i stúdentaíbúð í Amsterdam á meðan. Að sögn konungshjónanna var Amalía að einbeita sér að náminu og gerði fátt annað en að mæta í tíma en öryggi hennar var samt ógnað. Vilhjálmur Alexander konungur sagði í opinberri heimsókn í Svíþjóð í gær að staðan væri mjög flókin en Maxíma drottning sagði að Amalía hafi varla þorað út úr húsi. „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyurir líf hennar. Þetta þýðir að hún getur ekki búið í Amsterdam og að hún getur í rauninni ekki farið út úr húsi,“ sagði drottningin. „Afleiðingarnar eru mjög erfiðar fyrir hana. Hún getur ekki lifað stúdentalífinu eins og aðrir stúdentar... Það er ekki gaman að sjá barnið sitt lifa þannig. Hún getur stundað námið en það er það eina.“ Amalía flutti vegna ógnanna aftur heim til foreldra sinna í Huis ten Bosch höllina í Haag. Ekki hefur verið greint frá hvers eðlis ógnanirnar voru en í síðasta mánuði birtu nokkrir hollenskir fjölmiðlar fréttir um að öryggisgæsla prinsessunnar hafi verið efld vegna hættu á að glæpagengi beindu spjótum sínum að henni, annað hvort til að ræna henni eða ráðast á hana. Amalía krónprinsessa hefur verið gífurlega vinsæl meðal hollensku þjóðarinnar en í fyrra óskaði hún eftir því við forsætisráðherrann að fá ekki 1,6 milljóna evra árslaun sem hún á rétt á, sem nemur um 226 milljónum króna, til að halda heimili og í persónuleg útgjöld. Ástæða þess var að henni þætti óþægilegt að taka við fénu á meðan hún sinnti ekki starfi fyrir konungsfjölskylduna.
Kóngafólk Holland Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira