Fjárveitingar dugi varla til að viðhalda lyfjameðferð sem er þegar hafin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 07:20 Forstjóri Landspítalans segir fjárveitingar til spítalans vegna lyfja, sem lagðar eru til í fjárlögum næsta árs, varla duga fyrir þær lyfjagjafir sem þegar eru hafnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans segir að 2,2 milljarða króna vanti til spítalans svo hann geti tekið ný lyf til notkunar á næsta ári. Fjárveitingar sem gert er ráð fyrir í fjárlögum dugi varla til þess að viðhalda þeim lyfjameðferðum sem þegar eru hafnar. Þetta segir í umsögn Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítalans um frumvarp til laga um fjárlög. Þar kemur fram að geraþurfi ráð fyrir auknum lyfjakostnaði vegna nýrra kostnaðarsamra lyfja, nýrra meðferða með lyfjum sem þegar eru innleidd og vegna fólksfjölgunar og vaxandi fjölda aldraðra. Ætla megi að heildarkostnaður leyfisskyldra lyfja á spítalanum árið á næsta ári verði rúmir 14 milljarðar króna. Fjárveitingar samkvæmt fjárlögum nemi þó aðeins tæpum 12 milljörðum og því stefni í að óbreyttu að til vanti tæpa 2,2 milljarða fyrir ný lyf á spítalanum á næsta ári. „Landspítali bendir á að í fjárlagafrumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir 2% raunvexti leyfisskyldra lyfja en vöxturinn hefur verið að meðaltali 10% á milli ára á síðastliðnum fimm árum,“ segir í umsögninni. Þá sé tekið mið í áætlun Landspítalans af áætluðum vexti mannfjölda milli ára, áætluðum vexti nýrra lyfja og áætlaðri magnaukningu sem mæld er í dagskömmtum ákveðinna lyfja og lyfjaflokka. Því sé, að mati forstjórans, ekki raunhæft að miða við að raunvöxturinn nemi aðeins 2 porósentum þegar aðrir þættir en grunnaukning mannfjölda hafi áhrif á kostnað og notkun lyfja. „Miðað við fjárlagafrumvarpið verður því ekkert svigrúm fyrir lyfjanefnd Landspítala að taka ný lyf í notkun á árinu 2023 og fjárveitingar munu vart nægja til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Lyf Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Þetta segir í umsögn Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítalans um frumvarp til laga um fjárlög. Þar kemur fram að geraþurfi ráð fyrir auknum lyfjakostnaði vegna nýrra kostnaðarsamra lyfja, nýrra meðferða með lyfjum sem þegar eru innleidd og vegna fólksfjölgunar og vaxandi fjölda aldraðra. Ætla megi að heildarkostnaður leyfisskyldra lyfja á spítalanum árið á næsta ári verði rúmir 14 milljarðar króna. Fjárveitingar samkvæmt fjárlögum nemi þó aðeins tæpum 12 milljörðum og því stefni í að óbreyttu að til vanti tæpa 2,2 milljarða fyrir ný lyf á spítalanum á næsta ári. „Landspítali bendir á að í fjárlagafrumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir 2% raunvexti leyfisskyldra lyfja en vöxturinn hefur verið að meðaltali 10% á milli ára á síðastliðnum fimm árum,“ segir í umsögninni. Þá sé tekið mið í áætlun Landspítalans af áætluðum vexti mannfjölda milli ára, áætluðum vexti nýrra lyfja og áætlaðri magnaukningu sem mæld er í dagskömmtum ákveðinna lyfja og lyfjaflokka. Því sé, að mati forstjórans, ekki raunhæft að miða við að raunvöxturinn nemi aðeins 2 porósentum þegar aðrir þættir en grunnaukning mannfjölda hafi áhrif á kostnað og notkun lyfja. „Miðað við fjárlagafrumvarpið verður því ekkert svigrúm fyrir lyfjanefnd Landspítala að taka ný lyf í notkun á árinu 2023 og fjárveitingar munu vart nægja til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Fjárlagafrumvarp 2023 Lyf Tengdar fréttir Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Farið hörðum orðum um vanfjármögnun og mismunun ríkisins Reykjarvíkurborg hefur skilað umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár til fjárlaganefndar Alþingis. Þar er meðal annars farið hörðum orðum um vanfjármögnun ríkisins á Strætó. Borgin segir börnum af erlendum uppruna mismunað þar sem Reykjavík sé útilokað frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna vegna stærðar sinnar. 8. október 2022 17:26