Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Tinni Sveinsson skrifar 11. október 2022 13:59 Kolbrún, Kristján, Marlena, Örvar og Rúna keppa í bakgarðshlaupinu um helgina. Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01