Ólíklegt að verkalýðshreyfingin komi sameinuð af ASÍ-þingi Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 10:03 Vilhjálmur Birgisson (t.v.) og Ragnar Þór Ingólfsson (t.h.) hafa verið bandamenn í átökum sem geisa innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur ólíklegt að draumur sinn um að verkalýðshreyfingin gangi sameinuð af þingi Alþýðusambandsins rætist. Eftir fyrsta dag þingsins virðist honum enginn vilji til þess. Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna. ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Hatrammar deilur hafa geisað innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu, ekki síst innan Eflingar þar sem hörð valdabarátta hefur átt sér stað með svikabrigslum og ásökunum á báða bóga. Vilhjálmur er bandamaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hafa verið gagnrýnin á ASÍ. Ragnar Þór býður sig fram til forseta ASÍ en stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum sambandsins skrifaði grein á Vísi í síðustu viku þar sem það sagði hann ekki færan um að valda embættinu, meðal annars vegna þess að hann hafi aldrei fordæmt hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Sextán fulltrúar frá ellefu stéttarfélögum lögðu fram tillögu um að öllum kjörbréfum fulltrúa Eflingar yrði vísað frá á fyrsta degi þings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) í gær. Agnieszka Ewa Ziółkowska, sem var starfandi formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna sagði af sér í fyrra, var ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar sem býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari, sakaði Sólveigu Önnu um að hafa handvalið fulltrúana á þinginu í Silfrinu á RÚV á sunnudag. Enginn vilji til að stilla saman strengi Vilhjálmur segir að forsenda tillögunnar hafi verið sú að lýðræðisleg kosning hafi ekki farið fram um kjör fulltrúanna innan Eflingar en að það eigi ekki við rök að styðjast. Tillagan sé fáheyrð í sögu ASÍ og sýni það hatur og þá stemmingu sem sé í gangi. Hann hafi verulegar áhyggjur af stöðunni, sérstaklega fyrir hönd launafólks. Átökin nú eigi sér ekki hliðstæðu í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Það sem er að gerast núna í íslenskri verkalýðshreyfingu er svo sorglegt að það nær engu tali,“ sagði Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Markmið hans á þinginu hafi verið að tala hópinn saman niður á niðurstöðu, takast á um leiðir og ganga út sem ein sterk heild. „En ég get ekki séð eftir fyrsta daginn að það sé einn einasti vilji til þess,“ sagði Vilhjálmur. Þess í stað snúist þingið um persónulegt níð og leiðindi sem Vilhjálmur fullyrti að kæmi aðeins frá andstæðingum hans. Staðan versni aðeins og stigmagnist. Treysti hann sér ekki til að segja til um hvort að Alþýðusambandið ætti eftir að liðast í sundur vegna átakanna.
ASÍ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50 Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Vonast til að hægt verði að lægja öldurnar fyrir kjaraviðræður Búast má við hörðum framboðsslag á þingi Alþýðusambandsins sem hófst í dag. Tvær fylkingar takast á en settur forseti sambandsins vonast til að hægt verði að sætta hópana í mikilvægum málefnum og marka stefnu fyrir komandi kjaraviðræður. 10. október 2022 11:50
Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. 8. október 2022 10:05