Segja aðildarfélög ASÍ veitast að formanni VR með ósmekklegum hætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2022 10:05 Ragnar Þór hefur boðið sig fram til forseta ASÍ. Vísir/vilhelm Stjórn VR segir stjórnarfólk í tólf aðildarfélögum ASÍ hafa veist að formanni VR með „afar ósmekklegum hætti“ í grein sem birtist á Vísi í fyrradag. Stjórnin segist standa sameinuð við bakið á formanninum, sem sé ekki sá maður sem stjórnarfólk aðildarfélaganna máli. Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“ Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Leiðtogar tólf verkalýðsfélaga, sem eiga aðild að ASÍ, skrifuðu saman grein á Vísi í fyrradag þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var harðlega gagnrýndur. Ragnar hefur boðið sig fram sem forseta ASÍ eftir að Drífa Snædal sagði af sér fyrr í haust en Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur boðið sig fram á móti Ragnari. Ólöf er ein þeirra sem skrifaði undir greinina á Vísi þar sem Ragnar var gagnrýndur. Drífa sagði þegar hún tilkynnti afsögnina að hegðun Ragnars og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, gagnvart sér hafi á tímabili verið svo slæm að hún gæti ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf með þeim. Í grein verkalýsleiðtoganna er það rakið hvernig upp kom ágreiningur milli ASÍ og Eflingar í fyrra þegar Efling sagði upp öllu starfsfólkinu á skrifstofu félagsins. Verkalýðsleiðtogarnir segja að Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór hafi þagað þunnu hljóði þó að starfsmennirnir væru félagsmenn í stéttarfélögum þeirra. Þá hafi Ragnar aldrei fordæmt uppsagnirnar og „þá niðrandi umræðu um skrifstofufólk sem henni fylgdi,“ segir í greininni. „Þvert á móti hefur hann lýst yfir stuðningi við gerandann í málinu til embættis varaforseta ASÍ. Valdabandalagið er formanni VR mikilvægara en félagsfólk VR.“ Þá skrifa leiðtogarnir að þeir telji Ragnar ekki færan að sinna hlutverki forseta ASÍ. Hann kunni að þeirra sögn illa á lýðræðislega umræðu, grípi stöðugt til hótana og gangi á dyr fái hann ekki sínu fram. Hann hafi þá ítrekað rakkað ASÍ, starfsfólk þess og kjörna fulltrúa niður og geti því ekki setið í stafni sambandsins. „Ragnar Þór sækist í völd án þess að greina frá hvað hann vill með þau og til marks um það ætlar hann að sitja með tvo hatta, sem forseti ASÍ og fara um leið fyrir VR. Með skilyrðislausum stuðningi sínum við formann Eflingar í gegnum hópuppsagnir á skrifstofufólki hefur hnan jafnframt glatað trúverðuleika sem talsmaður launafólks á opinberum vettvangi.“ Stjórn VR hefur mótmælt yfirlýsingunum í greininni harðlega í grein sem birtist á Vísi í gærkvöldi. Þau segja eins og áður hefur komið fram að verkalýðsforingjarnir veitist að Ragnari með afar ósmekklegum hætti. „Viljum við stjórnarfólk í VR komka því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þó sem við þekkjum mörg býsna vel til margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR,“ segir í svarinu. „Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns.“ Þau segjast afar ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála en vinni vel undir stjórn formannsins og honum hafi tekist að byggja upp góðan liðsanda þar sem allar raddir fái að heyrast. „Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ.“
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira