Jóhannes löðrungaði Egil í þrígang við tökur á Svörtum á leik Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2022 11:01 Í þættinum kemur fram að Jóhannes er með hlutverk í næstu þáttaröð af Succession. Tíu ár eru liðin frá því að spennumyndin Svartur á leik var frumsýnd hér á landi. Hún er ein vinsælasta og tekjuhæsta kvikmynd Íslandssögunnar. Í tilefni af afmælinu er von á kvikmyndinni aftur í bíó en sýningar hefjast í október í Smárabíói. Sindri Sindrason hitti Jóhannes Hauk á heimili hans á dögunum og ræddi allskonar hluti við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að myndin Svartur á leik hafi í raun verið það stærsta sem hann hafði gert á ferlinum á sínum tíma. „Myndin varð í rauninni til þess að ég byrjaði að vinna í útlöndum. Ég fíla að leika vondu kallana og þeir fá að gera svona skemmtilegustu hlutina,“ segir Jóhannes sem segir frá skemmtilegri sögu þegar hann löðrungaði Egil Einarsson, Gillz, í þrígang við tökur á myndinni á sínum tíma. Það átti aldrei að vera í kvikmyndinni og var alls ekki í handritinu en Jóhannesi og leikstjóranum þótti þetta í raun bara fyndið. „Mig minnir að þetta hafi aldrei endað í myndinni sjálfri, ég bara man það ekki en þetta var fyndið. Ég er spenntur að sjá myndina aftur og sjá hvort þetta sé í myndinni.“ Börn Jóhannesar hafa aldrei séð myndina en dóttir hans komst að því á dögunum að hann væri allsber í kvikmyndinni. Jóhannes á 11 ára dreng, 14 ára stelpu og eitt lítið örverpi eins og hann segir sjálfur. „Hún bara öskraði, nei og var ekki sátt. Ég ætla sjá hvort hún vilji koma með mér á frumsýninguna. Ég held að fjórtán ára stelpa megi alveg horfa á þessa mynd,“ segir Jóhannes. Jóhannes er sem stendur að leika í bandarískum þáttum sem hann sjálfur má ekkert ræða um. Í Íslandi í dag í gær kom fram að um er að ræða þættina Succession sem eru með þeim allra stærstu í heiminum og framleiddir af HBO. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
Í tilefni af afmælinu er von á kvikmyndinni aftur í bíó en sýningar hefjast í október í Smárabíói. Sindri Sindrason hitti Jóhannes Hauk á heimili hans á dögunum og ræddi allskonar hluti við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að myndin Svartur á leik hafi í raun verið það stærsta sem hann hafði gert á ferlinum á sínum tíma. „Myndin varð í rauninni til þess að ég byrjaði að vinna í útlöndum. Ég fíla að leika vondu kallana og þeir fá að gera svona skemmtilegustu hlutina,“ segir Jóhannes sem segir frá skemmtilegri sögu þegar hann löðrungaði Egil Einarsson, Gillz, í þrígang við tökur á myndinni á sínum tíma. Það átti aldrei að vera í kvikmyndinni og var alls ekki í handritinu en Jóhannesi og leikstjóranum þótti þetta í raun bara fyndið. „Mig minnir að þetta hafi aldrei endað í myndinni sjálfri, ég bara man það ekki en þetta var fyndið. Ég er spenntur að sjá myndina aftur og sjá hvort þetta sé í myndinni.“ Börn Jóhannesar hafa aldrei séð myndina en dóttir hans komst að því á dögunum að hann væri allsber í kvikmyndinni. Jóhannes á 11 ára dreng, 14 ára stelpu og eitt lítið örverpi eins og hann segir sjálfur. „Hún bara öskraði, nei og var ekki sátt. Ég ætla sjá hvort hún vilji koma með mér á frumsýninguna. Ég held að fjórtán ára stelpa megi alveg horfa á þessa mynd,“ segir Jóhannes. Jóhannes er sem stendur að leika í bandarískum þáttum sem hann sjálfur má ekkert ræða um. Í Íslandi í dag í gær kom fram að um er að ræða þættina Succession sem eru með þeim allra stærstu í heiminum og framleiddir af HBO. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira