Kolbeinn snýr aftur á laugardag eftir versta áfallið á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 11:31 Kolbeinn Kristinsson hefur átt afar góðu gengi að fagna sem atvinnumaður í hnefaleikum en þurft að bíða lengi frá síðasta bardaga. Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, snýr loksins aftur í hringinn eftir rúmlega tuttugu mánaða bið þegar hann keppir við Jose Medina frá Púertó Ríkó í Flórída á laugardaginn. Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn. Box Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Sjá meira
Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn.
Box Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins