Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. október 2022 13:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að nefndin muni nú leggjast yfir málið. Samantekt forsætisráðuneytisins segi ekki alla söguna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ráðist var í samantekt þessa vegna umdeildar skipunar þjóðminjavarðar en hún var gerð án þess að staðan hafi verið auglýst, safnafólki til mikils ama. Samantektin nær til 334 embættisskipana en af þeim voru 267 framkvæmdar í kjölfar auglýsingar er í alls 67 tilfellum var embættismaður fluttur í annað embætti án þess að viðkomandi staða hafi verið auglýst. Sjá nánar: Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella „Í fyrsta lagi þá fyrst mér samantekt forsætisráðuneytisins – sem stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd ákvað að bíða eftir og hefur beðið eftir í nokkrar vikur – ekki gefa fulla mynd af því sem við þurfum að vita. Þetta er ágætisbyrjun. Hún sýnir okkur að sjálfsögðu að þegar eru skipulagsbreytingar í ráðuneytum, þá horfi ég sérstaklega á 2019 og 2022, þá er meira um flutning en önnur ár.“ Ekki sé rökstutt hvers vegna tekin hafi verið ákvörðun um að skoða einungis tímabilið frá 2009-2022. „Ég rek augun í að ekki er gerður greinamunur á hvort verið er að flytja embættismenn lárétt eða lóðrétt. Það er munur á hvort þú sért að hækka einhvern í stöðu eða hvort þú ert að flytja ráðuneytisstjóra í einu ráðuneyti í annað. Það er ekki gerður greinarmunur á því og svo sýnist mér að við þurfum í nefndinni að skoða rækilega skipanir utan stjórnarráðsins, því við erum auðvitað líka að horfa á skipan æðstu embættismanna í stofnunum ríkisins.“ Umboðsmaður Alþingis skoðaði ekki þjóðminjavarðarmálið vegna þess að það er til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þórunn telur þó að málið verið skoðað með almennum hætti. „En hins vegar þá hefur safnafólk til dæmis bent á að þegar kemur að stöðu þjóðminjavarðar að þá snýst þetta um jafnræði, það er að segja að fólk hafi tækifæri til að sækja um þessa stöðu og í okkar litla landi þá eru þetta ekki margar stöður og það skiptir mjög miklu máli að auglýsa þær,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39
Munu leggja til að þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf Félag fornleifafræðinga mun leggja til að nýskipaður þjóðminjavörður verði færður í fyrra starf sitt sem safnsstjóri Listasafns Íslands á fyrsta fundi nýstofnaðs samráðshóps um málefni höfuðsafnanna þriggja. 27. september 2022 22:47