Vildi vera eins og Ronaldo: „Hann var bestur, þó hann hafi verið feitur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 16:31 Pierre-Emerick Aubameyang vildi vera eins og Ronaldo. Samsett/Getty Pierre-Emerick Aubameyang segist hafa drukkið í sig kunnáttu heimsklassa framherja í AC Milan þegar hann var þar á mála sem ungur leikmaður. Mest leit hann upp til Brasilíumannsins Ronaldo, sem var kominn af léttasta skeiði þegar hann samdi við félagið. Aubameyang samdi við AC Milan þegar hann var 18 ára gamall, árið 2007 en náði þó aldrei að spila fyrir félagið áður en hann fór frá því til Saint-Etienne í Frakklandi árið 2011. Hann gerði afar vel hjá franska liðinu og fór þaðan til Dortmund árið 2013 og hefur síðan leikið með Arsenal og Barcelona áður en hann samdi við Chelsea á Englandi í sumar. Á fyrsta ári Aubameyangs hjá AC Milan festi liðið kaup á brasilíska framherjanum Ronaldo frá Real Madrid, en hann var þá 31 árs gamall en hafði eytt töluverðum tíma á skemmtanalífinu í Madríd, líkt og Fabio Capello greindi frá í síðustu viku. Hann var því ekki í besta standinu, en Aubameyang segir hann þrátt fyrir það hafa staðið upp úr. „Ég man alltaf þegar Carlo Ancelotti [þáverandi þjálfari AC Milan] gagnrýndi Ronaldo fyrir líkamlega standið og Brassinn svaraði: „Hvað viltu að ég geri, hlaupi eða skori mörk?“ Ancelotti svaraði að hann vildi mörkin,“. „Ronaldo skoraði tvö í næsta leik. Það er hluti af karakter framherjans. Þú þarft að vera sterkur andlega. Ég var barn á meðal þessara stjarna og reyndi að læra allt. Sannleikurinn er sá að Ronaldo var bestur, þó hann hafi verið feitur,“ segir Aubameyang. Aubameyang spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Chelsea um helgina er liðið mætti Crystal Palace, sem var jafnframt fyrsti deildarleikur Grahams Potters, nýs stjóra liðsins við stjórnvölin. Aubameyang skoraði í leiknum sem Chelsea vann 2-1. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Aubameyang samdi við AC Milan þegar hann var 18 ára gamall, árið 2007 en náði þó aldrei að spila fyrir félagið áður en hann fór frá því til Saint-Etienne í Frakklandi árið 2011. Hann gerði afar vel hjá franska liðinu og fór þaðan til Dortmund árið 2013 og hefur síðan leikið með Arsenal og Barcelona áður en hann samdi við Chelsea á Englandi í sumar. Á fyrsta ári Aubameyangs hjá AC Milan festi liðið kaup á brasilíska framherjanum Ronaldo frá Real Madrid, en hann var þá 31 árs gamall en hafði eytt töluverðum tíma á skemmtanalífinu í Madríd, líkt og Fabio Capello greindi frá í síðustu viku. Hann var því ekki í besta standinu, en Aubameyang segir hann þrátt fyrir það hafa staðið upp úr. „Ég man alltaf þegar Carlo Ancelotti [þáverandi þjálfari AC Milan] gagnrýndi Ronaldo fyrir líkamlega standið og Brassinn svaraði: „Hvað viltu að ég geri, hlaupi eða skori mörk?“ Ancelotti svaraði að hann vildi mörkin,“. „Ronaldo skoraði tvö í næsta leik. Það er hluti af karakter framherjans. Þú þarft að vera sterkur andlega. Ég var barn á meðal þessara stjarna og reyndi að læra allt. Sannleikurinn er sá að Ronaldo var bestur, þó hann hafi verið feitur,“ segir Aubameyang. Aubameyang spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Chelsea um helgina er liðið mætti Crystal Palace, sem var jafnframt fyrsti deildarleikur Grahams Potters, nýs stjóra liðsins við stjórnvölin. Aubameyang skoraði í leiknum sem Chelsea vann 2-1.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira