Slegist um Evrópusæti og markadrottningatitilinn í lokaumferðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 12:30 Jasmín Erla Ingadóttir getur tryggt sér markadrottningatitilinn og komið Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á sama tíma í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar kvenna verður öll leikin á sama tíma klukkan 14 í dag þegar fimm leikir fara fram. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er ráðinn og ljóst er hvaða lið falla úr deildinni, en þó er enn ýmislegt óráðið fyrir lokaleiki deildarinnar. Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér. Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri gegn Aftureldingu fyrir nákvæmlega viku síðan. Sigur Vals þýddi einnig að lið Aftureldingar er fallið úr deild þeirra bestu og fylgir KR-ingum því niður í 1. deildina. Fall KR var staðfest þegar liðið mátti þola 3-5 tap gegn Selfyssingum í þarseinustu umferð. Þrátt fyrir það að þessar helstu baráttur séu á enda er enn ýmislegt sem getur gerst í lokaumferðinni. Enn er hörð barátta milli Stjörnunnar og Breiðabliks um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og þá eiga enn nokkrir leikmenn enn möguleika á því að ræna markadrottningatitlinum af Jasmín Erlu Ingadóttur. Stjarnan tekur á móti Keflavík í Garðabænum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 og með sigri tryggir liðið sér annað sæti deildarinnar, og þar með sætið eftirsótta í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tekur hins vegar á móti Þrótturum á sama tíma og verður leikurinn sýndur á hliðarrás Bestu-deildarinnar. Blikar eru einu stigi á eftir Stjörnunni, en með betri markatölu, og því gæti jafntefli dugað liðinu til að ræna öðru sætinu, en þá þarf Stjarnan að tapa sínum leik. Breiðablik mun því líklega leggja allt í sölurnar til að vinna þennan leik og vona svo að Stjarnan tapi stigum á sama tíma. Hörð barátta um markadrottningatitilinn Þá er baráttan um markadrottningatitilinn einnig hörð. Jasmín Erla Ingadóttir trónir þar á toppnum með tíu mörk, en liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, hefur skorað níu. Stjörnukonurnar eru þó ekki þær einu sem berjast um gullskóinn því fjórir leikmenn hafa skorað átta mörk á tímabilinu og geta því í það minnsta jafnað Jasmín á toppnum. Þær fjórar sem hafa skorað átta mörk fyrir lokaumferðina eru Valskonan Cyera Makenzie Hintzen, Þróttarinn Danielle Julia Marcano, Sandra María Jessen úr Þór/KA og Selfyssingurinn Brenna Lovera. Sú síðastnefnda varð markahæst á seinasta tímabili þegar hún skoraði 13 mörk, en hún þarf að skora í það minnsta tvö gegn Valskonum í dag til að verja titilinn frá því í fyrra. Eins og áður segir verða allir leikirnir spilaðir á sama tíma klukkan 14:00 í dag og verða þeir allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Upplýsingar um hvar verður hægt að horfa á leikina má finna með því að smella hér.
Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira