Opna þakið á þeim hluta sem brennur ekki Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. september 2022 16:53 Eldurinn kom upp í þvottahúsi Vasks á Egilsstöðum. Vísir/Daníel Cekic Mikill eldur logar í húsnæði Vasks á Egilsstöðum. Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun með hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni, búsáhöld, leikföng og hannyrðavörur. Þvottahús er í húsinu þar sem talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp. Guðmundur framkvæmdastjóri Vasks segir líklegt að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu en hann viti það þó ekki fyrir víst. Hann segir sem betur fer ekkert fólk hafa verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Eldur logar í nokkrum bílum við húsnæðið.Tristana Sól Kristjánsdóttir Húsnæðið stendur í ljósum logum og slökkvilið reynir hvað það getur til að slökkva eldinn. „Þetta er altjón,“ segir Guðmundur aðspurður hvort ekki sé ljóst að tjónið sé hrikalegt. Um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Uppfært klukkan 18:06: Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að opna þakið á þeim hluta hússins sem enn er heill. „Við erum að reyna að komast í þetta þeim megin frá. Það hefur gengið vel ennþá. Þetta er mikil vinna og erfitt viðureignar. Eldurinn hefur borist í bíla og eitthvað dót fyrir utan en ekki í neinar byggingar,“ segir Haraldur. Búið er að kalla til slökkviliðið á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem aðstoðar við slökkvistörf. Þá eru björgunarsveitir á svæðinu að aðstoða. Mikinn reyk leggur frá eldinum og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að loka gluggum. Í færslu á Facebook-síðu Vasks segir að allir hafi sloppið ómeiddir úr húsinu. Starfsmenn fyrirtækisins segja það mjög leiðinlegt og sárt að sjá húsnæði fyrirtækisins brenna niður. Austurfrétt greindi fyrst frá. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is. Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Guðmundur framkvæmdastjóri Vasks segir líklegt að eldurinn hafi kviknað í þvottahúsinu en hann viti það þó ekki fyrir víst. Hann segir sem betur fer ekkert fólk hafa verið innandyra þegar eldurinn kviknaði. Eldur logar í nokkrum bílum við húsnæðið.Tristana Sól Kristjánsdóttir Húsnæðið stendur í ljósum logum og slökkvilið reynir hvað það getur til að slökkva eldinn. „Þetta er altjón,“ segir Guðmundur aðspurður hvort ekki sé ljóst að tjónið sé hrikalegt. Um sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Uppfært klukkan 18:06: Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að opna þakið á þeim hluta hússins sem enn er heill. „Við erum að reyna að komast í þetta þeim megin frá. Það hefur gengið vel ennþá. Þetta er mikil vinna og erfitt viðureignar. Eldurinn hefur borist í bíla og eitthvað dót fyrir utan en ekki í neinar byggingar,“ segir Haraldur. Búið er að kalla til slökkviliðið á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði sem aðstoðar við slökkvistörf. Þá eru björgunarsveitir á svæðinu að aðstoða. Mikinn reyk leggur frá eldinum og hafa íbúar á svæðinu verið beðnir um að loka gluggum. Í færslu á Facebook-síðu Vasks segir að allir hafi sloppið ómeiddir úr húsinu. Starfsmenn fyrirtækisins segja það mjög leiðinlegt og sárt að sjá húsnæði fyrirtækisins brenna niður. Austurfrétt greindi fyrst frá. Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Myndir eða myndbönd Ertu með myndir eða myndbönd frá vettvangi? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.
Múlaþing Slökkvilið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira