„Ég held að þær eigi alveg fullt af skóm“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 12:00 Jasmín og Gyða munu berjast um gullskóinn. Harpa vann slíkan með Stjörnunni 2013, 2014 og 2016. Vísir/Samsett Baráttan um gullskóinn í Bestu deild kvenna mun ráðast í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Baráttan var til umræðu í Bestu mörkunum. Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Liðsfélagarnir Jasmín Erla Ingadóttir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir, úr Stjörnunni, eru markahæstar í deildinni. Jasmín hefur skorað tíu mörk, Gyða Kristín níu en fjórir leikmenn hafa svo skorað átta. Stjarnan mætir Keflavík í Garðabæ um helgina en leikurinn er liðinu afar mikilvægur þar sem sigur mun tryggja liðinu annað sæti deildarinnar, og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu næsta sumar. Þar gæti baráttan um gullskóinn hins vegar einnig ráðist. „Er markakóngstitillinn að fara í Garðabæinn?“ spurði Helena Ólafsdóttir. „Ég ætlaði nefnilega að nefna þetta, því að Jasmín spilaði frammi í þessum leik. Ég var að spá hvort að það hefði verið einhver pæling að láta hana pota inn. Því miður þá týndist hún í þeirri stöðu, svona miðað við hvað hún hefur verið áberandi í tíunni,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. „Ég held hún hafi hagnast á því að vera í tíunni og sé þess vegna svo góð í þeim hlaupum,“ sagði Lilja og bætti við: „Ég held samt að hún [Jasmín] klári þetta,“. Klippa: Bestu mörkin: Gullskór Helena spurði þá Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur, sem á þrjá gullskó og tvo silfur, hvort þær Jasmín og Gyða ættu skó, og átti þá við gull-, silfur-, eða bronsskó. Það misskildist lítillega. „Já, ég held að þær eigi alveg fullt af skóm,“ sagði Harpa sem bætti svo við að hvorug þeirra ætti verðlaunaskó fyrir markaskorun í efstu deild. Helena sagði þá að hún muni fá þær Gyðu Kristínu og Jasmínu Erlu báðar í Bestu upphitunina fyrir lokaumferðina. Áhugavert verður að sjá hvernig þessi barátta leggst í þær. Fleira kemur fram í umræðunni sem má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira