Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 14:23 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. „Við ætlum að reyna að upplýsa eins mikið um þetta flókna mál og hægt er. Markmiðið er að gera það með þessum upplýsingafundum,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri hjá yfirstjórn Ríkislögreglustjóra. Þannig verði mannskapurinn nýttur betur og tryggt að réttar upplýsingar berist almenningi hverju sinni. „Við skiljum að það séu ekki allir glaðir með það, að ekki séu veitt viðtöl og stöðug upplýsingagjöf, en þetta er það sem við ætlum að gera í þessu tilfelli. Að hafa fundina þá frekar tíðari þegar við höfum upplýsingar sem við getum gefið út.“ Lögreglan boðaði til blaðamannafundar á fimmtudag vegna málsins. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði á fundinum grun um að tveir menn hefðu haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Mennirnir tveir sæta gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna málsins. Þeir eru taldir tengjast umfangsmikilli vopnaframleiðslu og -sölu. Um er að ræða framleiðslu á vopnum með þrívíddarprentara. Gunnar Hörður segir lögregluna nú vinna úr gífurlegu magni gagna. Lögreglan fór í húsleitir á níu stöðum síðastliðinn miðvikudag og lagði hald á mikið magn gagna. Meðal annars af heimilum mannanna. Stefnt er að því að halda upplýsingafund á miðvikudagin klukkan 15. Það skýrist betur eftir því sem nær dregur, að sögn Gunnars Harðar. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á miðvikudag. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Við ætlum að reyna að upplýsa eins mikið um þetta flókna mál og hægt er. Markmiðið er að gera það með þessum upplýsingafundum,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri hjá yfirstjórn Ríkislögreglustjóra. Þannig verði mannskapurinn nýttur betur og tryggt að réttar upplýsingar berist almenningi hverju sinni. „Við skiljum að það séu ekki allir glaðir með það, að ekki séu veitt viðtöl og stöðug upplýsingagjöf, en þetta er það sem við ætlum að gera í þessu tilfelli. Að hafa fundina þá frekar tíðari þegar við höfum upplýsingar sem við getum gefið út.“ Lögreglan boðaði til blaðamannafundar á fimmtudag vegna málsins. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði á fundinum grun um að tveir menn hefðu haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Mennirnir tveir sæta gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna málsins. Þeir eru taldir tengjast umfangsmikilli vopnaframleiðslu og -sölu. Um er að ræða framleiðslu á vopnum með þrívíddarprentara. Gunnar Hörður segir lögregluna nú vinna úr gífurlegu magni gagna. Lögreglan fór í húsleitir á níu stöðum síðastliðinn miðvikudag og lagði hald á mikið magn gagna. Meðal annars af heimilum mannanna. Stefnt er að því að halda upplýsingafund á miðvikudagin klukkan 15. Það skýrist betur eftir því sem nær dregur, að sögn Gunnars Harðar. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á miðvikudag.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06