Vörukarfan lækkar í helmingi verslana Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2022 13:02 Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6 prósent og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Vörukarfa ASÍ hækkaði í fjórum af átta matvöruverslunum og lækkaði í fjórum verslunum á fjögurra mánaða tímabili, frá byrjun maí til byrjun september. Frá þessu segir í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir að mest hafi vörukarfan hækkað hjá Hagkaup, 4,6 prósent og næst mest hjá Heimkaup, eða 4,3 prósent. „Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Kjörbúðinni. Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. 4,6% hækkun á vörukörfunni í Hagkaup og 4,3% í Heimkaup Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6% og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Mest hækkaði kjötvara og grænmeti í verði hjá Hagkaup en einnig verð á brauð- og kornvöru, mjólkurvörum og hreinlætis- og snyrtivöru. Næst mest hækkaði verð hjá Heimkaup, 4,3% og hækkaði verð í öllum vöruflokkum verslunarinnar nema flokki grænmetis. Í Heimkaup hækkaði verð á ávöxtum og kjötvöru mest. Lítil hækkun var á vörukörfunni í Bónus, 0,9% og Krónunni, 0,4%. Hafa ber í huga að verð í flokki kjötvöru, grænmetis og ávaxta getur sveiflast milli kannanna. Vörukarfan lækkar í öllum verslunum Samkaupa Mest lækkaði verð í Krambúðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjörbúðinni, 2,2% í Nettó og 1,5% í Iceland. Verslanirnar eru allar hluti af verslanakeðju Samkaupa. Verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði í öllum fjórum verslununum sem og verð á ávöxtum og grænmeti. Verð á drykkjarvöru í þremur verslunum verslunarkeðjunnar en stóð í stað í Nettó. Verð á hreinlætisvöru lækkaði einnig í öllum þessum verslunum nema Iceland. Mestar verðhækkanir í flokki brauð- og kornvara, kjötvara og hreinlætis- og snyrtivara Verð á ávöxtum, og grænmeti lækkaði mest í könnuninni en verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði einnig nokkuð í sumum verslunum. Verð á kjötvöru hækkaði í helmingi verslana en lækkaði í helmingi verslana. Hafa ber í huga að ávextir, grænmeti og kjötvara eru matvöruflokkar þar sem verð sveiflast mest milli kannana. Verð á ávöxtum lækkaði í öllum verslunum nema Heimkaup. Mest lækkaði verð á ávöxtum í Krambúðinni, 15,5% á meðan vöruflokkurinn hækkaði um rúm 23% í Iceland. Verð á grænmeti lækkaði í 5 af 8 verslunum, mest í Kjörbúðinni, 16,8%. Verð á kjötvöru lækkaði í 4 verslunum af 8, mest um 8% í Nettó en mest hækkun varð á kjötvöru í Hagkaup, 9,5%. Verð á brauð- og kornvöru hækkaði í meirihluta verslana sem og verð á hreinlætis- og snyrtivöru. Þá hækkaði verð á „ýmissi matvöru“ sem má rekja til töluverðra verðhækkana á fiskmeti en flokkurinn samanstendur af fiski, olíu og feitmeti og loks annarri matvöru, svo sem sósum, kryddi og dósamat,“ segir í tilkynningunni frá ASÍ. Verðkannanir ASÍ á vörukörfunni voru gerðar 11. til 18. maí 2022 og 8. til 15. september 2022. Fjármál heimilisins Verslun Neytendur ASÍ Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir að mest hafi vörukarfan hækkað hjá Hagkaup, 4,6 prósent og næst mest hjá Heimkaup, eða 4,3 prósent. „Mest lækkaði vörukarfan í Krambúðinni, 3,9% og um 2,6% hjá Kjörbúðinni. Vörukarfa ASÍ endurspeglar almenn matarinnkaup meðalheimilis. Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. 4,6% hækkun á vörukörfunni í Hagkaup og 4,3% í Heimkaup Mest hækkaði vörukarfan í Hagkaup, 4,6% og hækkaði verð í versluninni í öllum vöruflokkum nema einum. Mest hækkaði kjötvara og grænmeti í verði hjá Hagkaup en einnig verð á brauð- og kornvöru, mjólkurvörum og hreinlætis- og snyrtivöru. Næst mest hækkaði verð hjá Heimkaup, 4,3% og hækkaði verð í öllum vöruflokkum verslunarinnar nema flokki grænmetis. Í Heimkaup hækkaði verð á ávöxtum og kjötvöru mest. Lítil hækkun var á vörukörfunni í Bónus, 0,9% og Krónunni, 0,4%. Hafa ber í huga að verð í flokki kjötvöru, grænmetis og ávaxta getur sveiflast milli kannanna. Vörukarfan lækkar í öllum verslunum Samkaupa Mest lækkaði verð í Krambúðinni, um 3,9%, 2,6% í Kjörbúðinni, 2,2% í Nettó og 1,5% í Iceland. Verslanirnar eru allar hluti af verslanakeðju Samkaupa. Verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði í öllum fjórum verslununum sem og verð á ávöxtum og grænmeti. Verð á drykkjarvöru í þremur verslunum verslunarkeðjunnar en stóð í stað í Nettó. Verð á hreinlætisvöru lækkaði einnig í öllum þessum verslunum nema Iceland. Mestar verðhækkanir í flokki brauð- og kornvara, kjötvara og hreinlætis- og snyrtivara Verð á ávöxtum, og grænmeti lækkaði mest í könnuninni en verð á mjólkurvöru, ostum og eggjum lækkaði einnig nokkuð í sumum verslunum. Verð á kjötvöru hækkaði í helmingi verslana en lækkaði í helmingi verslana. Hafa ber í huga að ávextir, grænmeti og kjötvara eru matvöruflokkar þar sem verð sveiflast mest milli kannana. Verð á ávöxtum lækkaði í öllum verslunum nema Heimkaup. Mest lækkaði verð á ávöxtum í Krambúðinni, 15,5% á meðan vöruflokkurinn hækkaði um rúm 23% í Iceland. Verð á grænmeti lækkaði í 5 af 8 verslunum, mest í Kjörbúðinni, 16,8%. Verð á kjötvöru lækkaði í 4 verslunum af 8, mest um 8% í Nettó en mest hækkun varð á kjötvöru í Hagkaup, 9,5%. Verð á brauð- og kornvöru hækkaði í meirihluta verslana sem og verð á hreinlætis- og snyrtivöru. Þá hækkaði verð á „ýmissi matvöru“ sem má rekja til töluverðra verðhækkana á fiskmeti en flokkurinn samanstendur af fiski, olíu og feitmeti og loks annarri matvöru, svo sem sósum, kryddi og dósamat,“ segir í tilkynningunni frá ASÍ. Verðkannanir ASÍ á vörukörfunni voru gerðar 11. til 18. maí 2022 og 8. til 15. september 2022.
Fjármál heimilisins Verslun Neytendur ASÍ Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira