Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 19:28 Sjór gekk á land á Akureyri í óveðrinu. Bálhvasst var á svæðinu eins og víða annars staðar. Vísir/Tryggvi Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. Fyrsta haustlægðin skall á landið í nótt en veðrið hefur verið lang verst á Austfjörðum, þar sem rauð viðvörun hefur verið í gildi í dag. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu fyrir og strax eftir hádegi fór útköllum björgunarsveita á Austurlandi að fjölga. Í um tvær klukkustundir í dag var rafmagnslaust á nánast hálfu landinu, frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði eftir að rafmagnslínur í Fljótsdal rofnuðu. Og stormurinn hefur haft áhrif á fleiri innviði en loka hefur þurft vegum á nánast öllum Austurhluta landsins en vindhraði hefur farið upp í þrjátíu og fimm metra á sekúndu og hviður náð upp í fimmtíu og fjóra metra. Vindhraði hefur verið gífurlegur á Austfjörðum í dag og margra áratuga gömul tré hafa rifnað upp með rótum. Fimm sjötíu ára gömul reynitré rifnuðu upp með rótum á Seyðisfirði í nótt og sömu sögu má segja frá Reyðarfirði. „Þetta er tré sem er búið að standa í þessum garði í meira en níutíu ár,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir íbúi á Reyðarfirði í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn hefur fjöldi gamalla trjáa rifnað upp með rótum í bænum í dag og í nótt. Veðrið hefur einnig leikið Akureyringa grátt þar sem sjór flæddi inn á Eyrina. „Það var allt rúllandi og fljótandi hér út um allt þannig að þetta er bara ónýtt held ég meira og minna hérna,“ segir Stefán Þór Guðmundsson eigandi SKG verktaka á Akureyri. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi „Það var ekkert hægt að gera, ekki neitt. þetta skeði rosalega hratt þannig að maður getur ekkert gert.“ Einhverjum rann blóðið til skyldunnar og reyndu að bjarga því sem hægt var. „Þetta var komið í götuna og við stukkum nokkrir út með kústana að reyna að halda niðurföllunum opnum,“ segir Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni á Akureyri. Og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, bæði á Suðvesturhorninu þar sem veðrið hefur verið hvað best á landinu, en sérstaklega Austanlands. Á þriðja tug ferðamanna hefur setið fastur í bílum á Mývatnsöræfum vegna veðurs og sextíu verið fastir í beitarhúsi á Möðrudal. Björgunarsveitir hafa unnið að því að koma fólkinu til aðstoðar en aðstæður verið erfiðar. „Við báðum alla að vera inni í bílunum þangað til við komum og sækjum þau og ökum þeim niður. Við munum bara skilja öll ökutæki eftir, sumir bílar eru bara ekki gerðir fyrir svona veður og ekki útbúnir. Við bara treystum þeim ekki til að halda áfram á þeim,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi í aðgerðastjórn björgunarsveitarinnar á Húsavík. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fyrsta haustlægðin skall á landið í nótt en veðrið hefur verið lang verst á Austfjörðum, þar sem rauð viðvörun hefur verið í gildi í dag. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu fyrir og strax eftir hádegi fór útköllum björgunarsveita á Austurlandi að fjölga. Í um tvær klukkustundir í dag var rafmagnslaust á nánast hálfu landinu, frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði eftir að rafmagnslínur í Fljótsdal rofnuðu. Og stormurinn hefur haft áhrif á fleiri innviði en loka hefur þurft vegum á nánast öllum Austurhluta landsins en vindhraði hefur farið upp í þrjátíu og fimm metra á sekúndu og hviður náð upp í fimmtíu og fjóra metra. Vindhraði hefur verið gífurlegur á Austfjörðum í dag og margra áratuga gömul tré hafa rifnað upp með rótum. Fimm sjötíu ára gömul reynitré rifnuðu upp með rótum á Seyðisfirði í nótt og sömu sögu má segja frá Reyðarfirði. „Þetta er tré sem er búið að standa í þessum garði í meira en níutíu ár,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir íbúi á Reyðarfirði í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn hefur fjöldi gamalla trjáa rifnað upp með rótum í bænum í dag og í nótt. Veðrið hefur einnig leikið Akureyringa grátt þar sem sjór flæddi inn á Eyrina. „Það var allt rúllandi og fljótandi hér út um allt þannig að þetta er bara ónýtt held ég meira og minna hérna,“ segir Stefán Þór Guðmundsson eigandi SKG verktaka á Akureyri. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi „Það var ekkert hægt að gera, ekki neitt. þetta skeði rosalega hratt þannig að maður getur ekkert gert.“ Einhverjum rann blóðið til skyldunnar og reyndu að bjarga því sem hægt var. „Þetta var komið í götuna og við stukkum nokkrir út með kústana að reyna að halda niðurföllunum opnum,“ segir Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni á Akureyri. Og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, bæði á Suðvesturhorninu þar sem veðrið hefur verið hvað best á landinu, en sérstaklega Austanlands. Á þriðja tug ferðamanna hefur setið fastur í bílum á Mývatnsöræfum vegna veðurs og sextíu verið fastir í beitarhúsi á Möðrudal. Björgunarsveitir hafa unnið að því að koma fólkinu til aðstoðar en aðstæður verið erfiðar. „Við báðum alla að vera inni í bílunum þangað til við komum og sækjum þau og ökum þeim niður. Við munum bara skilja öll ökutæki eftir, sumir bílar eru bara ekki gerðir fyrir svona veður og ekki útbúnir. Við bara treystum þeim ekki til að halda áfram á þeim,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi í aðgerðastjórn björgunarsveitarinnar á Húsavík.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
„Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels