Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2022 13:23 Formaður Félags fornleifafræðinga segir réttast að draga ráðningu þjóðminjavarðar til baka og hefja ferlið að nýju. Facebook/Egill Aðalsteinsson Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. Fljótlega eftir að nýr þjóðminjavörður var ráðinn án auglýsingar óskaði Félag fornleifafræðinga eftir fundi með ráðherra og ráðuneyti um málið því félagið telur framkvæmd ráðningarinnar ekki hafa verið „í anda laganna“. Í hádeginu á mánudag mun félagið funda með ráðherra. Fréttastofa ræddi við Gylfa Björn Helgason í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við vonum bara að sá fundur verði upplýsandi. Við munum náttúrulega ýta á ráðherrann og reyna að komast að því hvers vegna hún fór í þessa vegferð, að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar.“ Gylfi segir að þau svör sem ráðherra hafi gefið hingað til hafi hvorki verið nægilega góð né skýr. „Hún segir að það hafi farið fram ákveðin vinna innan ráðuneytisins og að út hafi verið kastað ákveðið net og síðan hafi verið valið úr þessu neti hverjir væru bestir til að gegna þessari stöðu. Ég held að fréttir undanfarið sýni að þessi vinna hafi ekki verið neitt sérstaklega vel unnin. Það hefur komið í ljós mikil óánægja með starfshætti þeirrar manneskju sem var ráðin á þeim vinnustað sem hún var á áður. Þannig að maður setur spurningamerki við þetta; hverjir voru í þessu neti sem ráðuneytið kastaði og hversu djúp var sú vinna um það hversu hæfir einstaklingarnir voru?“ Bitastæðar stöður séu ekki á hverju strái innan fagsins. „Ég myndi segja að fólk sé gramt. Þarna er einhver samblanda af því og ákveðnu vonleysi. Þessi staða hefur ekki verið auglýst í rúm tuttugu ár. Þetta er ein stærsta staðan í safnastarfi á Íslandi. Hún er stefnumótandi. Þetta er okkar „seðlabankastjóri“, þetta er okkar „útvarpsstjóri“. Þetta er stór staða og fólk hefur beðið í áraraðir og menntað sig sérstaklega til að eiga möguleika á að fá svona stöðu.“ Á fundinum hyggst Gylfi fara fram á skýr svör. „Réttasta leiðin í þessu væri að draga skipunina til baka og byrja bara upp á nýtt.“ Félag fornleifafræðinga sendi Umboðsmanni Alþingis ábendingu um málið en umboðsmaður tekur ekki mál til umfjöllunar sem þegar eru til skoðunar hjá þinginu og sérstaklega ekki þau sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur til skoðunar. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Fljótlega eftir að nýr þjóðminjavörður var ráðinn án auglýsingar óskaði Félag fornleifafræðinga eftir fundi með ráðherra og ráðuneyti um málið því félagið telur framkvæmd ráðningarinnar ekki hafa verið „í anda laganna“. Í hádeginu á mánudag mun félagið funda með ráðherra. Fréttastofa ræddi við Gylfa Björn Helgason í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við vonum bara að sá fundur verði upplýsandi. Við munum náttúrulega ýta á ráðherrann og reyna að komast að því hvers vegna hún fór í þessa vegferð, að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar.“ Gylfi segir að þau svör sem ráðherra hafi gefið hingað til hafi hvorki verið nægilega góð né skýr. „Hún segir að það hafi farið fram ákveðin vinna innan ráðuneytisins og að út hafi verið kastað ákveðið net og síðan hafi verið valið úr þessu neti hverjir væru bestir til að gegna þessari stöðu. Ég held að fréttir undanfarið sýni að þessi vinna hafi ekki verið neitt sérstaklega vel unnin. Það hefur komið í ljós mikil óánægja með starfshætti þeirrar manneskju sem var ráðin á þeim vinnustað sem hún var á áður. Þannig að maður setur spurningamerki við þetta; hverjir voru í þessu neti sem ráðuneytið kastaði og hversu djúp var sú vinna um það hversu hæfir einstaklingarnir voru?“ Bitastæðar stöður séu ekki á hverju strái innan fagsins. „Ég myndi segja að fólk sé gramt. Þarna er einhver samblanda af því og ákveðnu vonleysi. Þessi staða hefur ekki verið auglýst í rúm tuttugu ár. Þetta er ein stærsta staðan í safnastarfi á Íslandi. Hún er stefnumótandi. Þetta er okkar „seðlabankastjóri“, þetta er okkar „útvarpsstjóri“. Þetta er stór staða og fólk hefur beðið í áraraðir og menntað sig sérstaklega til að eiga möguleika á að fá svona stöðu.“ Á fundinum hyggst Gylfi fara fram á skýr svör. „Réttasta leiðin í þessu væri að draga skipunina til baka og byrja bara upp á nýtt.“ Félag fornleifafræðinga sendi Umboðsmanni Alþingis ábendingu um málið en umboðsmaður tekur ekki mál til umfjöllunar sem þegar eru til skoðunar hjá þinginu og sérstaklega ekki þau sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur til skoðunar.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54
Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40
Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28
Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00